Færsluflokkur: Dægurmál
5.10.2008 | 09:09
Kvótakostnaður bænda
Merkilegt að í þessari frétt var ekkert fjallað um kvótakostnaðinn. Nýliðun í bændastéttinni er svosem engin síðustu ár. Þar sem ungbóndi þarf að byrja á því að kaupa kvóta af uppgjafarbónda og sá kvóti kostar offjár.
Er vandi bænda ekki einfaldlega bændur sjálfir? Bændur heimta að vera á ríkisspenanum og hafa verið á honum örugglega í 100 ár með hjálp Framsóknarflokksins. Það að vera styrkþegi hjá ríkinu drepur niður allan kraft og frumkvæði til að skapa og framleiða með sem hagkvæmasta máta.
Persónulega reyni ég að kaupa Íslenskar landbúnaðarvörur en ég hef ákveðin þolmörk, kaupi t.d ekki karftöflur á þúsund kr./kg og þá síður annað grænmeti.
Tel mig líka vita að það eru ekki bændurnir sem fá þetta verð fyrir sína vörur, heldur eru það milliliðirnir. Hvort sem það eru kaupmennirnir eða afurðarstöðvar. Þessu þarf að breyta, það þarf jafnframt að fækka bændum og stækka búin, þannig að það að vera bóndi telst 100% starf allt árið.
![]() |
Margir bændur á barmi gjaldþrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 08:59
Kreppan er töluð upp og talaðir bankarnir niður
Merkileg þessi blaðamannastétt ef þeir hafa enga frétt að segja þá búa þeir til frétt og er nokkuð sama hvort hún sé sönn eða bara tilbúningur. Blaðamenn virðast alltaf sjaldan þurfa standa fyrir frétt sinni og fela sig alltaf á bakvið nafnlausa heimildamenn. Jafnvel akademiskir einstaklingar virðast ekki kunna að tjá sig.
Eitthvað er reyndar um það að fólk hefur leitað réttar sinns fyrir dómstólum og unnið. Verst er að þá er skaðinn skeður. Það þarf kannski meira um þannig mál, svo blaðamenn fara að vinna fréttir eins og þeim var kennt í skóla.
Það er ekki skrítið að Jón Ásgeir, vildi ólmur eignast fjölmiðlaveldi og Ólafur Ragna, samþykkti hoppandi af gleði og var hann þá eins og steikt beikon á pönnu.
Ég er örugglega sá eini á landinu sem reyndi ekki að taka út pening eða standa í einhverjum millifærslum milli banka í síðustu viku. Enda tel ég minn banka vera 100% öruggan stað fyrir mína peninga.
![]() |
Forsvarsmenn Kaupþings segja bankann traustan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2008 | 09:45
Brainstorma
Það eru ekki bankastjórarnir eða athafnamennirnir sem eru öflugustu menn landsins, heldur eru það stjórnendur lífeyrissjóðanna, undarlegt þó að aldrei er talað um launin þeirra þó að bankastjóralaun séu oft rædd í fjölmiðlum.
Það er vonandi að öll sjónarmið og allar hliðar séu ræddar á þessum morgunfundi og að niðurstaðan sé hagtæð almenningi og þjóðfélaginu öllu en ekki bara hagstæð fyrir ákveðin hóp í þjóðfélaginu.
Gangi ykkur vel..og vonandi fáið þið gott kaffi og bakkelsi á fundinum.
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 09:25
Framsóknarleiðin...
Þetta er svona týpisk Framsóknarleið. Enn ein sönnun þess að styrkir eru ekki rétta leiðin. Maður sér strax fyrir sér styrki á Íslandi, t.d til bænda, þar sem passað er uppá að þeir framleiði ekki of mikið og fá styrk svo til að flytja matvæli út i stað þess að framleiða fyrir innlendan markað. Það má ekki framleiða of mikið fyrir innlendan markað því það þýðir verðlækkun til neytenda.
Ríkið er með t.d styrki undir nafninu: Barnabætur, sem letur fólk til að vinna og vera ekki í sambúð. Allt til þess að fæ hærri styrki. Í stað þess að fella niður allar barnabætur og vera með annað kerfi sem til er hér á landi.
Í staðin fyrir barnabætur gæti barnið fengið skattkort eins og allir vinnandi einstaklingar þurfa að hafa, svo gæti uppalandi barnsins nýtt sér skattkort barnsins meðan það er á framfærslu til að lækka skattana (eins og makaafsláttur virkar í dag) Þetta kerfi er ódýrari fyrir ríkið og hvetur fólk jafnframt til að vinna "hvítt"
![]() |
Orku hent í orkuskorti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2008 | 09:11
Kláraði Hermann ekki grunnskólanám?
Þetta eru heimskustu ummæli sem maður hefur lesið á skjánum. Hugsanlega er að N1 hafi ekki nægilegt lánsstraust til að fá gjaldeyri en að það verði þá olíulaust á landinu í kjölfarið ber vott um fáfræði.
Hvernig ætli þetta hafi verið hérna um árið? Þegar Íslendingar versluðu við Sovétt og fengu olíu í staðin fyrir síld, þá var ekki til gjaldeyrir. Heldur Hermann að seljendur olíu séu ekki jafn áfjáðir í að selja eins og kaupandinn á að kaupa!
Svo er alltaf hægt að skipta á olíu og vatni. Það er hægt að fá 2 litra af bensíni fyrir 1 lítra af vatni. Amk ef maður miðar við verð á vatni á bensínstöð hér á landi (1/2 lítri kostar það sama og 1 lítr af bensíni)
Íslendingar eigum nóg af vatni...meðan sandbúarnir í Saudi eiga ekkert vatn.
![]() |
Hætta á að landið verði olíulaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 09:03
Kunna bara að hækka..
Þeir eru alltaf með útskýringar á hreinu þegar þeir hækka en þegar kemur að því að lækka, þá kunna þeir það ekki.
En það verður ágætt þegar N1 á ekki lengur bensín til að hækka og geta bara selt pulsur og samlokur.
Undarlegt þó að í allri þessari kreppu að oliufélögin hafa ekki þurft að skera niður hjá sér, þau hafa t.d ekki lokað einni einustu bensínstöð. Þó er vita að það eru fleiri bensínstöðvar hér á landi pr bifreið en í Evrópu.
![]() |
Enn hækkar eldsneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 08:59
Kringlan þá opin um jólin..
![]() |
Færeyingar hvattir til Íslandsferða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 08:56
Má ég sleppa að borga fasteignagjöldin og útsvarið? -Plíís
Borgarráð getur verið að gefa peninga til hina og þessa aðla. Það var í fréttum um daginn að húsaleigan væri nú ekki stór baggi á reksti Fjölskylduhjálparinnar, samt kemst hún upp með það að borga ekki leigu.
Ætlar Borgarráð að gefa mér tækifæri á að sleppa að borga fasteignagjöld og útsvarið? Ég hef það líka skítt á þessum krepputímum. Svo væri líka ágætt að sleppa að borga OR fyrir hita og rafmagn.
Plííís Borgarráð!
![]() |
Skoða mál Fjölskylduhjálparinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 08:49
Hafa það gott í útlöndum...
Það mætti ætla að bæturnar frá TR séu góðar, þar sem bótaþegar geta dvalist langdvölum í útlöndum. Ekki gæti ég það enda þarf ég að vinna mér inn fyrir tekjum.
Bótaþegar verða núna að haga seglum eftir vindi...og koma sér heim og taka þátt í kreppunni.
![]() |
Bæturnar brenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.10.2008 | 08:45
Monkey Class+
![]() |
Icelandair kynnir nýtt farrými |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)