Tjón

Fyrst ætla ég rétt að vona að þessi ferð verði slysalaus hjá öllum aðilum.  Svo spyr maður hvað í andsk. eru menn að fara uppá Esjuna þessa dagana, það er búið að spá fyrir löngu óveðri.  Ætla rétt að vona að þessir menn verði látnir borga fyrir sína björgun.  Þeir hafa svo sannarlega með framferði sínu og heimsku lagt líf björgunarsveitamanna í hættu við að koma þeim til bjargar.
mbl.is Í sjálfheldu í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

tek undir með þér af öllu hjarta, fáránlegt bara að æða út í svona! Það er ekki eins og björgunarsveitarmenn séu búinir að sitja heima í stofu og slappa af þessa dagana

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 22:52

2 identicon

Þar sem ég þekki til málvöxtu þá er best að leggja orð í belg. Þ

Þessir menn voru ekki í Esjuljósagönguhópnum sem fór af stað seinni partinn og gekk að því er ég best veit ljómandi vel í sinni ferð.

Þeir lögðu af stað kl. 2 í dag í blíðskaparveðri á Esjuna eins og fjöldi annara gerði í dag sem og aðra daga. Ég fór t.d. kl. 10 í morgun og voru aðstæður allar hinar bestu fyrir utan smá hálku á stöku stað eins og oft gerist. Þeir voru vel búnir og ætluðu að ganga upp að sk. Steini sem að öllu jöfnu er þægileg ganga og tekur yfrleitt ca. 1 - 2 tíma upp og niður. Rétt áður en þeir komu að Steini þá kemur dimm él og þeir ákveða að snúa við en lenda þá í því eins og fjölmargir hafa áður lent í að ganga of mikið í vestur og þá eru þeir komnir á slóðir sem þeir þekkja ekki og halda áfram að ganga í ranga átt þangað til þeir ákveða um 7 leytið að gera það eina sem skynsamlegt var þ.e. að halda kyrru fyrir og kalla eftir hjálp. Þá voru þeir reyndar búnir að láta margoft vita af sér. Það er mjög auðvelt að gagnrýna hlutina án þess að þekkja til málsins eins og virðist vera í uppsiglingu hér. Það mætti kannski segja að best væri bara að sitja heima og taka enga áhættu en að mínu mati var ekki mikil áhætta í því fólgin að ganga á Esjuna í dag og ekki mikið meiri hætta á að hlutirnir færu úrskeiðis frekar en flesta aðra daga ársins. Esjan er stórkostlegt fjall sem þúsundir manna ganga á ár hvert og vonandi verður svo áfram. En eins og björgunarsveitamaður sagði eitt sinn þá gerist þetta og er hluti af því að stunda útivist á Íslandi. Ég veit að björgunarasveitamenn töldu ekki eftir sér að fara í þessa leit í kvöld og munu áfram fara í svona útköll með glöðu geði ef þess gerist þörf. Ég mun a.m.k hér eftir sem hingað til styrkja þessa starfsemi hvenær sem eftir því er leitað og jafnvel oftar.

Mig langar reyndar að spyrja Guðrúnu, af hverju heldurðu að björgunarsveitir hafi haft mikið að gera að undanförnu ?   Er það kannski fyrir as..skap okkar samborgarana sem æðum af stað á bílum í tvísýnu veðri og ófærð, festum ekki lausamuni þegar spáin er slæm, förum á sjó þegar spáin er slæm o.s.fr.v. ??? 

Jón (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:15

3 identicon

Jón... Voðalega ertu í vörn! Þú sérð hreinilega heimskuna í þessu. Ef það er spáð Heklugosi seinni partinn, ferðu ekki um morguninn í gönguferð uppá hana. Maður getur aldrei verið 100% viss um hvenær maður kemst niður. Segi ég þetta sem þaulvanur fjallgöngumaður.

Logi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 08:24

4 identicon

Þetta átti nú reyndar ekki að vera einhver sérstök vörn heldur fyrst og fremst varpa ljósi á aðstæður svo menn gætu rætt málin út frá því en ekki hvernig menn halda að hlutirnir séu eins og því miður oft gerist. 

Sem þaulvanur fjallamaður sé ég  ekki neina heimsku í því að ganga létta göngu á fjall  (Esjan upp að Steini) þar sem tugir eða jafnvel hundruð eru að ganga á sama dag eins og í gær.  Og það þótt veðurspáin sé slæm löngu síðar.   Ég er þó alveg  sammála því að það er aldrei of varlega farið og það sem vantaði upp á útbúnaðinn í gær var GPS tæki, (sem ég skal reyndar viðurkenna að ég tek aldrei með mér á Esjuna, ætti kannski að endurskoða það) en það gerir auðvitað gæfumuninn við aðstæður eins og sköpuðust í gær.  Ég er líka sammála því að ég færi ekki í göngu á Heklu sem tekur marga klukkutíma  ef þar væri spáð eldgosi síðar um daginn. Ekki einu sinni með GPS tæki

Jón (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 09:15

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þaulreyndur fjallgöngumaður fer ekki ítrekað upp esjuna á miðjum vetri án þess að geta bjargað sér heim ef skyggnið hverfur óvænt. 

Guðmundur Jónsson, 10.2.2008 kl. 11:14

6 identicon

Athyglisverðar umræður. og eiga alveg rétt á sér. En vonandi fara allir sem eru að ræða hér á Esjuna á næstunni. Að sjálfsögðu erum við öll tilbúinn að hjálpa hvert öðru ,er það ekki, við erum svo heppin í dag að það eru til nægur fjöldi af björgnarsveitarfólki um allt land sem er tilbúið að leggja á sig að fara á fjöll eða að ýtta bílum þegar kallið kemur. Þökk sé Guðrúnu og fleirrum sem eru tilbúnir að leggja björgunarsveitum lið.

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband