28.10.2008 | 21:06
Veðrið er í takt við þjóðarandann
Veturinn leggst með miklum þunga á landann þessa stundina og er það einfaldlega boðberi þess hvernig fólk mun þurfa hafa fyrir sínu. Næstu 6 mánuði mun verða hryna gjaldþrota og greiðsluerfileika hjá fólki. Því miður getur fólk ekki hækkað skatta eins og ríkið fyrir sínum útgjöldum. Fólk getur reyndar beðið um launahækkun en lítil von er til þess að það gangi eftir þegar 10þúsund manns verða atvinnulaus.
Svo hefur þjóðin algerlega siðferðislega blinda menn við stjórn. Menn sem taka vinskap og flokkspólitík framfyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þetta boðar ekki gott.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.