13.10.2008 | 08:47
Björgvin og Geir, ráðherrar ræna 10% þjóðarinnar
Miðað við orð Björgvins, þá er hann fyrir löngu búinn að ákveða að Kaupþing verði ríkisvæddur, þó svo að svokölluð skilanefnd hefur ekki lokið sinni vinnu og hvað þá komið með niðurstöðu af sinni vinnu.
Þar sem Kauþing hafði 30þúsund hluthafa, sem gera 10% þjóðarinnar, þá er ekki annað hægt en að kalla þetta mesta bankaránið, sem gert hefur verið í krafti ólaga og í skjóli næturs.
Ætli Björgvin setji svo ekki einhverja flokksvinkonu sína í stjórn og sem bankastjóra yfir líkinu. Brown sá til þess að vængstífa bankann, án þess þó að ríkisstjórnin gerði neitt við því og þegar bankinn verður gerður að ríkisbankan, þá mætti líkja því við að snúa hann úr hálsliðnum.
Það er bara vonandi að Sjeikinn frá Dubai, nái að gera það sem gera þarf. Því eitt er víst að ríkisstjórnin hefur skitið uppá bak með sitt hlutverk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.