5.10.2008 | 09:09
Kvótakostnaður bænda
Merkilegt að í þessari frétt var ekkert fjallað um kvótakostnaðinn. Nýliðun í bændastéttinni er svosem engin síðustu ár. Þar sem ungbóndi þarf að byrja á því að kaupa kvóta af uppgjafarbónda og sá kvóti kostar offjár.
Er vandi bænda ekki einfaldlega bændur sjálfir? Bændur heimta að vera á ríkisspenanum og hafa verið á honum örugglega í 100 ár með hjálp Framsóknarflokksins. Það að vera styrkþegi hjá ríkinu drepur niður allan kraft og frumkvæði til að skapa og framleiða með sem hagkvæmasta máta.
Persónulega reyni ég að kaupa Íslenskar landbúnaðarvörur en ég hef ákveðin þolmörk, kaupi t.d ekki karftöflur á þúsund kr./kg og þá síður annað grænmeti.
Tel mig líka vita að það eru ekki bændurnir sem fá þetta verð fyrir sína vörur, heldur eru það milliliðirnir. Hvort sem það eru kaupmennirnir eða afurðarstöðvar. Þessu þarf að breyta, það þarf jafnframt að fækka bændum og stækka búin, þannig að það að vera bóndi telst 100% starf allt árið.
![]() |
Margir bændur á barmi gjaldþrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.