5.10.2008 | 08:59
Kreppan er töluð upp og talaðir bankarnir niður
Merkileg þessi blaðamannastétt ef þeir hafa enga frétt að segja þá búa þeir til frétt og er nokkuð sama hvort hún sé sönn eða bara tilbúningur. Blaðamenn virðast alltaf sjaldan þurfa standa fyrir frétt sinni og fela sig alltaf á bakvið nafnlausa heimildamenn. Jafnvel akademiskir einstaklingar virðast ekki kunna að tjá sig.
Eitthvað er reyndar um það að fólk hefur leitað réttar sinns fyrir dómstólum og unnið. Verst er að þá er skaðinn skeður. Það þarf kannski meira um þannig mál, svo blaðamenn fara að vinna fréttir eins og þeim var kennt í skóla.
Það er ekki skrítið að Jón Ásgeir, vildi ólmur eignast fjölmiðlaveldi og Ólafur Ragna, samþykkti hoppandi af gleði og var hann þá eins og steikt beikon á pönnu.
Ég er örugglega sá eini á landinu sem reyndi ekki að taka út pening eða standa í einhverjum millifærslum milli banka í síðustu viku. Enda tel ég minn banka vera 100% öruggan stað fyrir mína peninga.
![]() |
Forsvarsmenn Kaupþings segja bankann traustan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér alveg ótrúlegt hvað blaðamenn leyfa sér, það er kreppa en að tala niður bankana með hræðsluáróðri skilar engu nema ótta og getur valdið mjög miklu tjóni og jafnvel hruni. Ég held sko mínum peningum í besta bankanum líka;-) það er ekkert sem bendir til að bankinn sé að fara undir enda hefði Glitnir nú ekki farið undir hefðu þeir fengið lausfjár frá Seðlabanka.
Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.