29.9.2008 | 23:38
Ríkisstarfsmenn Glitnir..
Núna komustu starfsmenn Glitnis í feitt, þeir eru orðnir að ríkisstarfsmönnum og þá því betri lífeyrissjóðsgreiðslur og eitthvað fleira frá ríkinu. Svo ef ríkið selur bankann aftur, þá þarf auðvita að semja við starfsmenina um ákveðna kjarabót. Því einkageirinn er ekki með svona flott system og ríkið.
Þetta er svona svipað og þegar bankarnir voru einkavæddir, þá fengu þáverandi bankastjórar samtals 700 milljónir í sinn séreignarsjóð og héldu auðvita áfram sem bankastjórar.
![]() |
Enginn órói hjá starfsfólki Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má svo ekki gleyma að lækka launin við Welding og alla hina toppana, þeir eru jú ríkisstarfsmenn og það ætti að vera krafa okkar sem eigum bankann að vita hvaða launakjör fylgdu með í kaupunum.
Rúna H. Hilmarsdóttir, 30.9.2008 kl. 00:03
Það var fyrsta verk núverandi stjórnarformanns að lækka laun stjórnarformanns um næstum helming og laun annara stjórnarmanna umtalsvert. Síðan fylgdi Lárus fordæmi hans, sjálfviljugur eður ei (veit það ekki) um helming. Einnig er búið að afnema alla kaupréttarsamninga í Glitni og ekkert slíkt upp á borðum eftir að Þorsteinn tók við.
Þetta viðgengst hinsvegar enn í Kaupþingi.
Ríkisstarfsmenn eru núna á sömu eða svipuðum lífeyriskjörum og aðrir. Það er bara þeir sem hófu störf fyrir einhverjum áratugum sem enn geta verið í gamla kerfinu. Þess utan eru starfsmenn Glitnis ekki ríkisstarfsmenn.
Landfari, 30.9.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.