Hvernig fóru þeir að því?

Ætli þeir hafi reiknað þetta í höndunum eða notað bara Excel frá Microsoft, ýtt svo á Enter og setið og beðið..
mbl.is 13 milljóna stafa prímtala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dvergur

Erfitt að reikna þetta í höndunum, þar sem flestir hafa bara tíu fingur... og sumir færri. 

dvergur, 29.9.2008 kl. 13:54

2 identicon

Í raun þarf hvorki ofurtölvu né að reikna þetta í höndunum. Það hefur verið í gangi í meira en áratug verkefni sem felst í því að fólk getur sótt sér lítið forrit sem hangir í bakgrunninum á tölvunni og notar afgangsvinnslugetu til að kanna hvort tölur séu frumtölur. Forritið notar netið til að fá úthlutuðum lista af tölum til að prófa, mjatlar svo á þessu eftir því sem færi gefst og sendir svo niðurstöðurnar, þ.e. hvort tölurnar séu frumtölur eða ekki, til móðurtölvunnar. Með þessu er hægt að fá vinnslugetu sem er á við ofurtölvu, en þetta dreifist á margar venjulegar vélar. Þetta byggir í raun á sömu tækni og þau forrit sem tölvuþrjótar lauma inn hjá fólki og notuð eru til að senda fjölpóst á hina og þessa. Munurinn liggur aðallega í því að þarna er verið að gera eitthvað uppbyggilegt og forritið keyrir með upplýstu samþykki notandans.

Valdís (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband