Fnykur af þessu

Það er nokkuð greinilegt að Ísland er að reyna kaupa atkvæði þarna fyrir setu í öryggisráðinu. Núna er gaman að vita hvort þetta fjármagn sem setja á í sjóðinn sé hluti af áætluðum kostnaði landsins við framboðið til öryggisráðsins. Persónulega geri ég frekar ráð fyrir að þetta sé aukakostnaður.

Það er greinilega nóg til af peningum hjá dýralækninum.  Las nefnilega í Fréttablaðinu um daginn að ætlunin sé að eyða 600 milljónum í skála sem byggja á í Kína.

Samt er ekki til peningur til að reka heilbrigðisþjónustuna með sóma.  Landhelgisgæslan er í fjársvelti og getur því ekki sint sínu lögbundna hlutverki.  Toll- og lögregluyfirvöld hafa ekki fjármagn til að halda úti nægilega mörgum fíkniefnahundum...listinn er ótæmandi held ég.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband