21.9.2008 | 18:00
Hræsni í sveitarfélögum
Undarlegir þessir sveitastjórnendur á Austurlandi að vilja ekki taka þátt í að styrkja sína íbúa í þeirra námi í Reykjavík. Samt hafa þessi sveitarfélög mikinn áhuga á því að fá þessa einstaklinga aftur í sína sveit að námi loknu.
Að skýla sér bakvið reglugerðir um að þetta sé ekki í tekjustofni sveitarfélaganna er ekkert annað en heimska. Svo að svara á Dönsku, varla góð stjórnsýsla, vissi ekki betur en það er skylda sveitarfélaga að svara fyrirspurnum á Íslensku eða þá amk á því tungumáli sem fyrirspurnin var gerð á.
Ætlast stjórnendur þessara sveitarfélaga virkilega til að útsvarsgreiðendur í Reykjavík borgi þennan kostnað? Nemendurnir sem koma frá svona skíta-sveitarfélögum geta þó gert eitt, það er að flytja lögheimilið sitt suður til Reykjavíkur.
![]() |
Segja þvert nei við kostnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með tekjur torfunar af þessum nemum, eða tekjur torfunar af því að hafa alla þessa skóla hjá sér, og fasteignagjöldin sem skólarnir greiða í torfukassan, hvað með hlutverk höfuðborgarinnar sem höfuðborg Íslands, en ekki bara höfuðborg stórhafnarfjarðarsvæðisisns...
Það að hleypa þessum krökkum í strætó kostar sáralítið aukalega, og kemur margfallt til baka í öðru sem þessir nemar greiða þarna á torfunni...
Eiður Ragnarsson, 21.9.2008 kl. 18:15
Eiður: Ég veit ekki betur en að RVK sé með hæstu skattprósentuna. Er ekki óþarfi að vera bæta enn meir ofan á núverandi álag? Er ekki eðlilegt að sveitarfélög út á landi taki þátt í kostnaði í þessu verkefni?
Egill M. Friðriksson, 21.9.2008 kl. 18:25
Kannski ef Reykvíkingar gætu haft sömu borgarstjórnina eða sama borgarstjórann í heilt ár og borguðu toppstjórnendunum sínum ekki laun sem eru vel yfir launum ráðherra, þá hefðu þeir efni á að hleypa skólabörnum upp í strætóana sína. Við á Akureyri rukkum nemendur frá höfuðborgarsvæðinu allavegana ekki sérstaklega fyrir það að nota strætó, þó þeim detti í hug að koma í skólana okkar.
Valdís Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:52
"Kannski ef Reykvíkingar gætu haft sömu borgarstjórnina eða sama borgarstjórann í heilt ár og borguðu toppstjórnendunum sínum ekki laun sem eru vel yfir launum ráðherra, þá hefðu þeir efni á að hleypa skólabörnum upp í strætóana sína. Við á Akureyri rukkum nemendur frá höfuðborgarsvæðinu allavegana ekki sérstaklega fyrir það að nota strætó, þó þeim detti í hug að koma í skólana okkar."
Já djöfulsins fífl eru Reykvíkingar maður - við hönnuðum algjörlega þessa senu í borgarstjórninni. Við bókstaflega vildum að þetta gerðist!
Þú ásamt öðrum virðist ekki átta þig á að átakið í RVK heitir ekki "Frítt í Strætó fyrir alla" eða "Frítt í Strætó fyrir alla námsmenn og kostnaður leggst á skattgreiðendur í Rvk". Þetta er engin gjafastarfsemi og kostnaður við rekstur Strætó leggst alltaf á skattgreiðendur.
Annars finnst mér framtakið hjá Akureyri varðandi Strætó þar mjög flott. En ég er líka viss um að reksturinn er talsvert minni þar á bæ heldur en í Rvk þannig þetta er ekki besti samanburðurinn.
Egill M. Friðriksson, 21.9.2008 kl. 22:20
Ekki fæ ég frítt í strætó...bý þó í borginni, það liggur nær að bjóða mér frítt í strætó, amk fyrr en fólki sem er með lögheimili útá landi. Held reyndar að ástæða þess að það flytur ekki lögheimilið sitt suður, sé sú að þá fær það ekki styrk fyrir leigu og svoleiðis.
Valdís, síðast er ég vissi var frítt í strætó á AK, í þessar 7 leiðir, eitthvað sem er reyndar til eftirbreytni. En stærókerfið í Rvk er svolítið stærra og dýrari.
Annars held ég að borgin standi sig ágætlega sem höfuðborg landsins, amk meðan flugvöllurinn er hérna ;)
Haffi, 21.9.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.