Allt gott nema tvennt

Á tímum þegar fjölmiðlar, þeas fjölmiðlafólk talar stöðugt um kreppuna og að bankarnir séu á hausnum, þá kemur í hlutlausri umfjöllun að þetta sé ekki svo slæmt hér á landi.  Það sé í raun bara tvennt sem þyrfti að laga, það er gengið og verðbólgan.  Sem er reyndar vandi sem helst í hendur.

Eitthvað segir manni að það sé betra að treysta þessari umfjöllun frá hlutlausum aðilum sem búa ekki í landinu en misvitrum fréttamönnum og þeirra viðmælendum.

Staðan í dag er því sú hvort dýralæknirinn sem hefur aðstöðu í Arnarhvoli við Lindargötu, geti bólusett þjóðina fyrir genginu og verðbólgunni.


mbl.is Íslendingar öfundsverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband