N1 reynir að fá samúð þjóðarinnar

Vá mar, þetta er agalegt N1 að segja upp heilum 10 starfsmönnum á sama tíma og önnur fyrirtæki eru að segja um yfir 100.  N1 fær enga samúð hjá mér. Ræningjafyrirtæki sem hefur verið að stela frá þjóðinni í formi okurs á eldsneytisverði.  Þó að ég versla ekki lengur við N1, þá hefur orkuverð áhrif á vísitölu og því um leið áhrif á lánin mín

Svo undarlega sem það virðist á tímum krepputals, þá hafa olíufélögin ekki lokað einni einustu bensínstöð, reyndar er það svo að t.d N1 hefur verið að stækka bensínstöðvar sínar, sbr. þessa í Ártúnsholtinu. Enn ein sönnun þess að oliufélögin hafa verið að hækka álagninguna hjá sér. Það er tölfræðileg staðreynd að á Íslandi eru flestar bensínstöðvarnar miðað við bílafjölda.


mbl.is Uppsagnir hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband