Hann ætti frekar að fá Fálkaorðuna

Sá þátt í sjónvarpinu um Ástþór og það var ekki annað hægt en að dáðst að þessum manni, það var líka hægt að læra af þessum manni, hvernig hann lét ekki bugast eftir áfallið og ákveður að halda áfram búrekstri, örugglega sem eini bóndinn í heiminum sem er fastur í hjólastól.

Ef Ólafur Ragnar væri ekki alltaf í útlöndum, þá væri hann kannski búinn að sæma Ástþór fálkaorðuna fyrir að dugnað og vera öðrum hvatning og eftirbreytni.  Það ku vera hart í búi hjá bændum þessa stundina og það er nokkuð vist að ástandið er verra hjá Ástþóri sem bundinn er í hjólastól. Ástþór ætti jafnvel að íhuga að ferðast um landið og halda fyrirlestra, því flestir sem hafa lent í því sama og hann, hafa fyllst vonleysi og búa í sérhönnuðum íbúðum í Hátúni eða sambærilegu.

Það er vonandi að forstjóri Lýsingar tali við sína undirmenn og gefi eftir þessar skuldir og færir hana frekar til bókar sem styrkur eða auglýsingakostnaður. Það ætti ekki að vera kostnaðarsamt, fyrir félagið en það er amk til framdráttar fyrir félagið.

Reyndar er það svo að öll lán ber að greiða, sérstaklega ber að greiða skuldir við ríkið/samfélagið.  Ástþór er í raun einstakur bóndi og persónuleiki og ætti hann því að fá aðstoð í samræmi við það.


mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bara skil ekki þessa umræðu.  Maðurinn skuldar alveg eins og aðrir, hann annaðhvort greiðir eða það verða gerð veðköll og munir eða hús seldir.  Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.

Þú talar um að það sé hart í ári hjá bændum og það væri verra hjá þessum ágæta manni.  Af hverju ætti það að vera verra hjá honum en öðrum bændum?  Hann ætti að fá sama verð fyrir afurðir sína eins og aðrir?

En hitt er annað mál, ef þeir hafa verið búnir að gefa honum frest þá vitanlega eiga þeir að standa við hann!  Alveg eins og ef hann hefur gefið loforð þá á hann að standa við þau.

Benjamin (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Ástþór er kjarnakarl og á gullfuglinn skilinn.

Brynja var að minnast á söfnun: http://brynja.blog.is/blog/brynja/entry/629114/

Villi Asgeirsson, 30.8.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Haffi

Benjamín, ætli það sé ekki vegna þess að það þurfi að sérsmíða íhluti í vélarnar hans svo hann geti unnið við þær, (kostar meiri pening) langar að benda þér á að hann er lamaður og því fastur í hjólastól., ástandið er því verra hjá honum en gangandi bændum.

Haffi, 30.8.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband