29.8.2008 | 18:32
Ekki hjálpa fólki heldur í neyð..
Algerlega óháð þessari frétt, þá er sú staða að koma upp í þessu þjóðfélagi að allir eiga að búast við hinu versta frá samborgurum sínum. Svona svipað ástand og er fyrir hendi í Bandaríkjunum þar sem íbúarnir lifa í stöðugum ótta vegna tilbúinnar hættu. Ef það voru ekki Indjánar, þá kommúnistar og núna hryðjuverkahópar.
Ég get ekki annað en óttast þessa þróun, þegar fólk hættir að búast við hinu besta í samskiptum við fólk. Þá verður landið frekar erfitt til búsetu.
![]() |
Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú mikið til í tví sem tú segir. Enn ekki myndiru ráðleggja börnum tínum að taka sér far með ókunugum! Nú svo læsir maður hjólinu ofl ofl. Enn eh paranoja er samt leiðinleg.
óli (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:36
Óli, nei eins og ég sagði, þá var þetta algerlega óháð þessari frétt. En slæm þróun í gangi, sem er ekki sérlega spennandi.
Haffi, 29.8.2008 kl. 21:52
Ég er svo sammála þér. Ekki það að ég vilji að börnin mín fari upp í bíl hjá ókunnu fólki,- heldur einmitt þessi endalausi ótti við allt. Tryggðu heimilið þitt,- fáðu þér þjófavörn,- ekki aðstoða fólk í neyð o.s.frv...
Þér á að vera sama um allt og alla,- bara hugsa um sjálfan þig og þitt !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:15
Að sjálfsögðu á að hafa allan varan á, eins og í þessu tilviki. Nú er svo komið að maður þorir ekki að rétta samborgaranum hjálparhönd vegna þess að maður á það á hættu að vera stimplaður barnaníðingur eða pervert. Ég var t.d. nýlega á gangi heim eftir gleðskap í miðbænum þegar ung kona gengur mjög skrikkjót fram hjá mér. Hún var illa til fara og greinilega mjög drukkin. Hvað átti ég að gera? Átti ég að fylgja henni að leigubílaröðinni svo að hún kæmist heim? Ef ég hefði gert það þá hefði ég vafalaust fengið þann stimpil að ég væri að nýta mér ástand hennar.
Ólafur Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 22:18
Já kannast við þetta. ég td sá lítin strák grátandi úti á götu hann hafði dottið og ég hélt á honum að 10 11 þar sem hann sagði að mamman væri. Hún kom alveg á harða hlaupum og starði á mig eins og morðingja. úpps! hugsaði ég þetta fer illa,það gerði það reyndar ekki og hún þakkaði fyrir sig enn ég mundi hugsa mig um tvisvar áður enn ég geri þetta aftur!
óli (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.