Verum á varðbergi á útsölunum -Vinsamlega lesið

Um innbox landsmanna sem eru með tölvupóstfang streymir inn núna þessi póstur sem ég fékk í dag.  Ákvað að setja hann á bloggið hjá mér, því hann reyndar segir allt sem segja þarf um þessa blessaða kaupmenn sem eru á Íslandi.  Þeir rændu landanum lækkuninni á virðisaukaskatti og halda áfram án þess að skammast sín.

Þetta er svona samtantekt af síðunni Okur.

 

Ágætu félagar  ...   Ef satt er,  þá er kaupmannastéttinni á Íslandi ekki treystandi.
Við - fólkið í landinu - látum nú reyna á samtakamátt okkur.
Látum ekki bjóða okkur svona svínarí.
Áframsendið ..... látið vita af þessu






Subject:
FW: Verum á varðbergi á útsölunum!
 
 
 
Tekið af okursíðu Dr. Gunna: http://eyjan.is/goto/drgunni/



*#972*    Mér verð alltaf ósátt þegar ég hitti fyrir okur og langar til
að segja  
frá nýjasta (því miður allt of algengu samt) dæminu.
Í dag, sunnudaginn 13. júlí, fór ég í Smáralind. Þar eru *útsölur og  *
*Debenhams* fer mikinn í að auglýsa 70% afslátt af ýmsu.
Ég skoðaði margt og meðal annars buxur sem mér fannst að gætu verið  
góðar. Verðmiðinn sýndi 6490 krónur og ég reiknaði í snatri 70% af  
því. 'Ekki sem verst' hugsaði ég og ákvað að máta buxurnar. *_Þá tók
ég  _**_
eftir því að undir miðanum var annar miði með lægra verði, 5490 krónum  
og undir honum enn annar með verðinu 4590 krónur!
_*Mér fannst þetta undarlegt og ákvað að gera tilraun. Fór að kassanum  
eftir að hafa tekið báða hærra merktu miðana af og spurði: 'Hvað  
kostar þetta eftir að afslátturinn hefur verið tekinn af?
Daman renndi buxunum gegnum skannann og út kom...6990 kr.!
'ha? sagði ég. 'Það stendur 4590 á miðanum, hvernig getur þetta verið?
Stúlkan varð skrítin á svip, vissi greinilega upp á sig og verslunina  
sökina, að verð hefði verið hækkað kerfisbundið um alla búð fyrir  
'útsöluna'. Hún sýndi þó það sjálfstæði að endurreikna með því verði  
sem á miðanum stóð en það gerist ekki alltaf.
Ég fór svo og skoðaði víðar og viti menn. Rúmlega helmingur flíkanna  
sem auglýstar voru með þessum mikla 'afslætti' voru með nýjan miða sem  
slengt hafði verið yfir þann gamla og lægri.



*#957*    Fór í fyrradag í *Zöru í Kringlunni* til að kaupa boli á
dóttur mína. Hafði
nefnilega keypt svo fína boli þar fyrr í vor og ákvað að athuga hvort þeir
væru til á útsölunni. Heppnin var með mér og bolirnir á einni slánni. Það
var búið að klippa þann hluta miðans af þar sem verðið var staðsett.
Spurði ég þá afgreiðslustúlkuna um verðið og sagði hún mér að
*_útsöluverðið_**_
væri 495 krónur. Fannst mér það frekar skrítið þar sem ég hafði keypt
svona boli fyrr í vor á 495 krónur. Varð hún frekar vandræðaleg og sagði
aftur að þetta væri 'útsöluverðið'. Skoðaði ég einnig stuttbuxur á
'útsölunni' upprunalega verðið var 795 krónur og annar miði með
útsöluverði var 795 krónur_*. Ef ég væri að vinna þarna og vissi að ég ætti
vísvitandi að svindla á viðskiptavinunum þá myndi ég allavega ekki láta
upprunalega verðið sjást!!

* *

*#913 *   Ég fór á útsölu í Kringlunni í gær og verslaði *skirtu* í
TIMBERLAND*_.  Hún átti að kosta 11,900 kr. en svo var settur 30%
aflsáttur og ég fékk hana á 8,393 kr_*. Síðan var ég að lesa hjá þér að
sumar búðir hafa einfaldlega sett nýja límmiða yfir gamla miðan og
hækkað vöruna fyrir útsöluna. Þegar ég ath. málið betur þá *_kom það í
ljós að annað miði var undir 11,99 kr og þar stóð 10,900 kr., munar 1000
kr_*. Ekki sáttur, ætla að koma við í Timberland og spyrja hvers vegna
þetta sé svona.



*#911*    Þannig er að ég fór á útsölu hjá *Zöru Kringlunni* um helgina
og þar var barnapils og nærbolur sem *_ég hafði keypt fyrir mánuði síðan
komið á ÚTSÖLU og tek ég eftir að þetta var á sama verði og fyrir aðeins
3 vikum. Var búið að líma yfir með gulum miða sama verð, en guli miðin
átti að þýða ÚTSALA.
_*Ég spurði afgreiðsludömuna hvort þessar vörur væru örugglega á ÚTSÖLU,
hún játti því og sagði að allt með gulum miða væri á ÚTSÖLU. Þá spurði
ég af hverju væri sama verð á vörunni  á ÚTSÖLU og svarið var „þetta er
bara stundum svona' sem var engan vegin fullnægjandi  svar fyrir mig. Ég
bað um Verslunarstjórann sem fannst ekki í Kringlunni og bað því
stúlkuna að koma þessari athugasemd til skila. Eftir á að hyggja leið
mér eins búið væri að taka mig í Tópasinn.
Mitt slagorð til ykkar er þess vegna: Varið ykkur á ÚTSÖLUMIÐANUM því
oft leynist flagð undir fögrum ÚTSÖLUMIÐA.



*#894*    Við hjónin fórum á útsölu hjá *Polarn og pyret* í Kringluni
áðan og ætluðum að kaupa barnaföt á góðu verði. Þar er allt á 40%
afslætti. Við hittum konu sem var í sömu erindagerðum. Við stóðum við
sokkastandin og hún bendir okkur á að *_það sé búið að líma nýja
verðmiða á alla sokka sem eru til sölu yfir þá eldri. Við kíktum undir
nokkra verðmiða og gátum séð þann sem var undir. Þar sáum við að sokkar
sem höfðu verið á 990 kr voru komnir með nýja verðmiða upp á kr 1.300 og
síðan 40% afsláttur af nýja verðinu. _*Það er ekki 40% af eldra verð,
heldur um 21%. Eins tókum við eftir því að það hafði verið klippt af
öðrum merkimiðum á vöru í búðinni og komnir nýjir verðmiðar. Ég þarf
vart að taka það fram að við gengum út án þess að kaupa það sem við
vorum búin að taka til og vorum á leiðinni að kassanum með. Þetta er til
skammar og eftir því sem ég best veit lögbrot, að verslanir beiti svona
blekkingum.

*#843*    Ég ætlaði að kaupa Umbro* íþróttatösku* hjá Intersport sem
*_var á 1890 kr, nú var búið að líma nýjan verðmiða yfir sem segir 3490,
Þetta er 85% hækkun_* sem mér finnst ansi mikil þrátt fyrir
gengisbreytingar og aðrar afsakanir.

*#782*    Okkur vinkonunum langaði í *Dior meik* sem fæst í hagkaupum,
en okkur fannst það frekar dýrt, 7400 c.a já já ég veit fáránlega
dýrt... en meikið er mjööög gott, svo við ákváðum að býða eftir tax free
helgi og kaupa það þá, við komum svo þessa helgi og ætluðum að næla
okkur í þetta fáránlega dýra meik, við spyrjum afgreiðslukonuna hvað
meikið kostar og hún segir 7200 c.a og við.. já og með afslættinum hvað
þá.. þá segir hún þetta er með afslættinum... þá var búið að hækka
meikið í 9500 c.a. Við báðum hana vel að lifa. Nei takk...OKUR !

*#748*    Tók eftir mögnuðum auglýsingum frá BT í fyrradag þar sem þeir
auglýsa *vaxtalaus kjör*. *_Ef þú margfaldar hins vegar mánaðarlegu
greiðsluna með mánaðarfjöldanum færðu út uþb. 11%-12% hærra verð._*
Þetta er kannski ekki okur en þetta er í það minnsta ekki alveg satt…
*(ATH: Í sambandi við færslu #748 þá vil ég bara benda á að í bæklingi
BT er hægt að sjá af hverju þessi munur er. Þar stendur nákvæmlega 'Inn
í útreiknuðum mánaðargreiðslum er 5,8% skuldaálag og 3% lántökugjöldum
auk 250 kr. færslukostnaðar'. Þetta er eitthvað sem lagt er á öll lán.
Vill einnig benda á það að ég er starfsmaður BT.) */(nb*_. Þannig að
þetta eru 'vaxtalaus kjör' en bara með '5.8% skuldaálagi' í staðinn?
Sniðugt.)_* /*(ATH: Þessi 5,8% eru útaf því að þú ert ekki að staðgreiða
lengur. Er á öllum lánum vaxtalaustum sem og með vöxtum. Öll verð í BT
eru staðgreiðsluverð og þar sem þú ert ekki að staðgreiða lengur þá
bætasta þessi 5.8 % við.)*

*#737*    Get varla orða bundist yfir því hve framleiðendur og
búðareigendur eru *útsmognir í sölumennskunni*. Okur er ekki alltaf
sýnilegt sem  hækkuð krónutala, heldur líka *_breytt vigt eða fjöldi í
pakkningu,_* þannig fá þeir meira fyrir minna. Tek sem dæmi
kjúklingabringupakkningu í Bónus. *_Þar hafa alltaf verið 4 bringur í
pakkningunni og kílóverðið um 2100. Þannig að í kassanum hefur verðið
verið á bilinu 1700 - 2000 krónur, eftir þyngd pakningarinnar. Nú ber
svo við að það eru aðeins 3 bringur í hverri pakkningu. Kassinn segir
ennþá að heildarverðið sé á bilinu 1700 - 2000 krónur eftir þyngd, nema
það sem er öðruvísi núna er að kílóverðið er komið upp í 2799.-
krónur_*!!! Ef fólk áttar sig ekki á því að það er búið að taka eina
brigu úr pakningunni er ekki víst að það átti sig á verðhækkuninni því
það lesa ekki allir kílóverðið heldur aðeins krónutöluna sem það þarf að
borga, og hún hefur jú ekki hækkað!!!
Þetta er ekki bara okur heldur tilraun til að fela verðhækkun fyrir
neytendum. Skammistykkar!!!

*#729*    Ég varð vitni að okri í *Krónunni* í dag.  Þar var til sölu
_kókómjólk í 320ml flöskum á 89 kr stykkið_, þar við hliðina á var svo
boðið upp á *_pakka með 4 sams konar flöskum (320ml),_* en merkt
sumarleiki Klóa.  Þessar fjórar flöskur kostuðu 489 kr, eða ríflega 122
kr stykkið. Þetta gerir 37% verðmun á nákvæmlega sömu vöru, nema að
dýrari umbúðirnar eru sérstaklega markaðsett fyrir börn.  Valið var mjög
einfalt fyrir mig, ég valdi stöku flöskurnar á 89 kr, en vonandi er fólk
vakandi fyrir svona okri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband