Tónlistar- og ráðstefnuhús

Kubbar..Tók mig til í dag og heimsótti Gestastofu sem sett hefur verið á fót fyrir fyrirhugað Tónlistar- og ráðstefnuhús sem verið er að byggja við höfnina í Reykjavík.  Þar var meðal annars stúlka að nafni Sigríður Gyða Héðinsdóttir (ef ég man rétt), sem dældi úr sér fróðleik á íslensku og dönsku með miklum sóma. Enda eftir að hafa elta hana um allan sal, þá var maður uppfullur af fróðleik  og þekkingu um húsið.  Reyndar var ekki öllum spurningum svarað en það verður vonandi komin svör næst.

Reyndar verður þetta hús listrænt og verkfræðilegt undur ef allt gengur upp.  Ef það gengur ekki upp þá verður þetta hús dýrustu mistök í Íslenskri byggingasögu. Þannig það er ekki annað hægt en að krossleggja alla fingur og vona það besta.

Það er amk pottþétt að maður fer aftur þangað til að fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband