26.7.2008 | 09:02
Varúð sjórinn er kaldur og blautur
Óheillavæn þróun þar á ferð. Að þekja fjöruna með skiltum á hinum ýmsu tungumálum með von um að fólkið lesi það sem þar stendur.
Annars er það svo að ferðaskrifstofur ættu að borga eigendum fjörunnar þóknun fyrir að senda sína ferðamenn þangað. Það sama og Ker-félagið er að gera. Það er nefnilega ekki réttlátt að einn aðili sem selur þjónustu sína fær að njóta alls ágóða af því að nota einkaland.
Ríkið á svo ekki að standa straum af þessum kostnaði, heldur ferðaskrifstofurnar, þær sem hafa tekjur af þessu.
Svo eftir að skiltin eru komin upp, þá kemur krafa um að setja upp kamar, sjoppu og minjagripaverslun.
![]() |
Skilti verða sett upp við Reynisfjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.