Fasteignamarkaðurinn opnar annað augað

nei..held áfram að sofa..Það er langt því frá að fasteignamarkaðurinn sé vaknaður, held frekar að að hann hafi rétt opnað annað augað og er að snúa sér á hina hliðina..og sofnar svo aftur.

Það að halda því fram að nóg sé að fella niður stimpilgjöld og hækka hámarkið í 20milljónir er eins og að halda því fram að froskar séu loðnir.

Formaður fasteignasala hefur t.d tönglast á því grátandi, að bankarnir og aðrar lánastofnanir séu ekki að lána til fasteignakaupa og hljóp því beint undir sæng hjá Guðmundi er hann hækkaði sín hámörk í skítnar 20 milljónir. Maður fær ekki stóra íbúð fyrir 20 milljónir að markaðsvirði í dag.

Vandamálið hefur í raun aldrei verið hámarkið eða stimpilgjöldin, því fólk hefur tekið lán í bönkunum ef það getur staðist greiðslumat.  Sú regla er enn við líði þar og ef fólk stendst ekki greiðslumatið þá er því ekki lánað. Það er nefnilega hinn heilagi sannleikur í þessu máli.

Í verðbólgu 13-14% og ofurvexti, þá getur fólk ekki borgað af þeim lánum sem það þarf að taka til að kaupa sér íbúð. Íbúð sem hafa hækkað í takt við hækkandi lóðaverð.

Ef ríkisstjórnin vill virkilega hjálpa fólki til að kaupa sér íbúð, þá þarf að lækka vextina og lækka verðbólguna. Að fella niður stimpilgjöld fyrir ákveðinn hóp er eins og að pissa í skóinn sinn til að halda sér heitum.

Svo spurning að lokum, hafa fasteignasalar eitthvað lækkað hjá sér þóknunina til að örva sölu? 


mbl.is Fasteignamarkaðurinn vaknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og skulum ekki gleyma verðtrygginguni sem er stærsta málið í þessu öllu saman. Húsnæðislán eiga EKKI að vera verðtryggð og við sem tökum að taka alla áhættu og bera allan skaðan ef illa fer, rétt eins og núna. Ef húsnæðislánin væru ekki verðtryggð myndi almeningur síður finna fyrir þessari niðursveiflu sem nú er í gangi.

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband