24.7.2008 | 20:34
Boð og bönn..nei takk
Alveg eru þetta alltaf merkilegt, þetta með ferðamenn á Íslandi. Það mætti halda að það væri ekki strendur í öðrum löndum. Hvað ætli þetta skilti þurfi vera á mörgum tungumálum? Er ekki best að þekja ströndina með skiltum og jafnframt setja smá sölubás þar sem tryggingafélög geta selt tryggingar ef einhver lendir í lífsháska. Er alveg hætt að gera þá kröfu til ferðamanna að þeir geti hugsað og hafi almenna skynsemi að leiðarljósi?
Nærtækast væri að taka flest skilti um allt land, því að flestir sem koma til Íslands eru að leita að óbyggðinni, hinni ósnertu auðn sem landið er fullt af. Þeir ferðamenn sem geta ekki haft þennan almennan þroska, þeir ættu að fara til annarra landa þar sem allt byggist á boðum og bönnum.
![]() |
Reynisfjöru mögulega lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg er ég sammála, Haffi. Ekki sjéns að merkja allt og allt af því að fólk er að álpast eitthvað út í náttúrunni.
Friðrik Höskuldsson, 24.7.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.