þessir 14 höfðu nóg að gera

Það er greinilegt á þessari frétt að þessir 14 lögreglumenn sem eru á vaktinni hafa nóg að gera að bösta bílstjóra sem keyra of hratt, sem er auðvita hið besta mál, það er nefnilega ekki það sama að keyra á 90km/klst og 196 km/klst þar sem hámarkið er 80 km/klst.

En núna þurfa þessir 14 að sofa eftir næturvaktina og er því borgin lögreglulaus í dag, Það virðist sem engin dagvaktin sé til hjá lögreglunni, nema þá ósýnilega dagvaktin.

 


mbl.is Einn tekinn á 196 km og tveir á 157 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haffi

Það er hægt að leika sér að tölum, lögreglan kann það líka. Aldreið séð sundurliðun á því hve margir eru á vakt og hvað margir bílar í akstri, þá að tala um, á dagvakt, kvöldvakt og næturvakt, nema lögreglan vinnur á tvískiptum vöktum þá er það dag- og næturvakt.

Haffi, 19.7.2008 kl. 12:11

2 identicon

Miðað við þessar tölur voru 33 lögreglumenn á vakt frá kl. 02:00 til 05:00 og tveimur færri eftir það.  & sérsveitarmenn voru einnig á vakt og 5 hjá Fjarskiptamiðstöðinni.  Þeir hjá Fjarskiptamiðstöðinni vinna ekki úti.  Sérsveitarmennirnir eru ekki bundnir í Reykjavík heldur eiga þeir að sinna öllu suðvesturhorninu.  Semsagt 33 eftir.  Af þeim eru u.þ.b. 8 sem vinna bara inni og þá eru eftir 25 útivinnandi. 

25 lögreglumenn fyrir allt höfuðborgarsvæðið aðfararnótt sunnudags.

Hversu margir haldið þið að hafi verið í miðbæ Reykjavíkur?

 P.s. lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur á þrískiptum 8 tíma vöktum.

Lögreglumaður (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband