Ósammála eða er ég einstakur?

KassadamaAlltaf er ég fer að versla þá reyni ég að velja mér þann kassa með fallegustu afgreiðsludömunni. Meina það er verið að nauðga manni með háu verðlagi í búðinni og maður reynir að gera sem best út úr því með því að afhenda peningana sína til fallegustu kassadömunnar.

Annars er það venjan hér á landi í búðum ef maður spyr einhvers þá er vaninn að afgreiðslumaðurinn segir "þetta er mikið tekið" eða "þetta er vinsælt"  Jafnvel þó að maður hafi ekki verið að spyrja um sölutölur eða vinsældir einhverrar vöru.

Jafnframt er vinsælt að segja "ég er ný/r hérna" .... "ég er ekki að vinna í þessari deild"..."ég er bara hérna um helgar"


mbl.is Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Gleymdir alveg einni athugasemd hjá kassadömunni "ég ekki skilja íslensk" Í einni af minni heimsókn á skerid í norðri nú í vor ,lenti ég oftar en einu sinni á fólki sem var á kassanum, sem talaði ensku og var ekki að skilja íslensku. Í öllum tilfellum var um að ræða elskulega útlendinga - virkilega snotrar stelpur- en ég hefði bara valið mér minna fallega konu til að afgreiða mig - ef hún hefði verið svona meira en "mellufær " á íslensku. Já -ég er bara á því að útlit hafi ekki afgerandi áhrif á sölu!!

Birna Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Haffi

Held að það sé ekki að ástæðulausu að útlenskar séu á kassa, þú getur nefnilega ekki kvartað yfir einu eða neinu við þær. Kaupir vöruna að lokum og ferð út í fússi.

Haffi, 19.7.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég finn oft fyrir meiri hroka frá fallegum ungum stúlkum í þjónustustörfum, þetta er auðvitað ekki algilt.

Sporðdrekinn, 19.7.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Haffi

Vilji ég fá alvöru svör, þá fer ég til eldra fólks, þeas ef það er ekki búið að segja því öllu upp.  Það er fólkið sem veit svörin, enda lífsreynt fólk

Haffi, 19.7.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Haffi;  Sölumennska er eitt, afgreiðsla er annað og kassadömu/setjípokastarf er hið þriðja.

1. "Kassa/setjípoka"-daman er í það fyrsta ekki til að taka við kvörtunum, né fá þig þið að kaupa meira, bara taka við peningum - skítt og lagó hvað þér finnst.  2. Afgreisðumaðurinn (kona/karl) á að taka við kvörtunum með auðmýkt en ákveðni og vera lipur og kurteis, helst brosgjarn (ekki glotta) og sýna mikla þjónustulund, því þá er allt fyrirgefið.  3. Sölumaðurinn (karl eða kona) á helst ekki að vera falleg(ur) miðað við fegurðarsamkeppni, því þeim er hættara á að lenda á kjaftatörn við viðskiptavin sem vill endilega komast í nánari kynni og kaupir þá ekki neitt.  Söluaðillinn sem á að fá viðskiptavin til að kaupa vöru og helst fleiri vörur, þarf að hafa bros.  Því meira heillandi og útgeislandi sem brosið er, sérstaklega ef það kemur einnig úr augunum, ég tala ekki nú um lipurð að auki, getur komið bjánanum mér til að kaupa nánast hvað sem er, og ég hænist að slíku starfsfólki og hef tilhneygingu til að koma aftur og leita viðkomandi sölumann uppi til að fá áframhaldandi góða þjónustu.  Hver þekkir ekki það að nota alltaf sama rakarann eða bensínstöðina o.s.frv.  (Sölumennska er ekki: "Að geta selt Eskimóa ísskáp", heldur að geta útvegað viðskiptavininum það sem hann/hún þarfnast og gera viðkomandi viðskiðtavin ánægðan.)

Sjáðu bara myndina af mér - ég er sölumaður.  Annars hef ég ekkert vit á þessu.

Með kærri kveðju, Björn bóndi.

´ 

Sigurbjörn Friðriksson, 19.7.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband