6 mánuðir til reddingar Tryggvi Perseus-son

Tryggvi Þór þarf virkilega að láta hendur standa framúr ermum ef hann á að ná að redda einhverju í þessu landi.

Allar visitölur sýna að fólkið í landinu er leggja allt á sig til að koma í veg fyrir frost í efnhagslífinu.  Fólk hætt að endurnýja bíla og hætt að nota kreditkort.  Það sem ríkisstjórnin gerði og hélt að myndi redda hjóli atvinnulífsins væri að hækka hámarkið á lánum frá Íbúðalánasjóði og fella niður stimpilgjaldið af fyrsta láni.  Eru þeir núna hissa á því að ekkert hefur glæðst á fasteignamarkaðnum eftir þessar aðgerðir.

Reyndar er það svo að það þurfti ekkert að koma þeim á óvart.  Vandinn er ekki sá að það sé ekki til peningur til að lána.  Vandinn er sá að fólk getur ekki borgað lánin sem eru í boði.  Það nær ekki greiðslumatinu þar sem vextirnir eru syndamlega háir.

Þetta þarf ríkisstjórnin og Davíð, seðlabankastjóri að laga.  Það þarf að lækka stýrivexti Seðlabankans eða það sem ríkisstjóriin gæti gert, er að auka vaxtabótaþáttinn vegna íbúðarlána.  Í góðærinu hafa hagfræðingarnir nefnilga étið upp allar vaxtabætur, þar sem fasteignin varð alltaf verðmætari og verðmætari.  Án þess að eigandinn gat eitthvað spornað við því.

Perseus með höfuðið á MedúsuTryggvi þú færð sko bestu óskir frá mér.  Hann verður vonandi Persesu okkar Íslendinga eftir 6 mánuði.  En eins og þeir sem lesið hafa Gríska goðafræði, þá náði hann að drepa Medusu, sem var ekki sérlega elskuleg kona.


mbl.is Geir fær efnahagsráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband