Það sást til lögreglumanna..

Keyrði niður Laugaveginn áðan og vitir menn, mætti þar x2 lögreglumönnum á göngu. Eldri og reynslumikill lögreglumaður (skrifborðslögga?)þar á ferð ásamt yngri lögreglukonu. Þessu ber að fagna að það sjáist loksins til lögreglunnar, það sást síðast til hennar 17. júní sl.

Í gærkvöldi rakst ég reyndar á tvo lögreglubila í götunni minni, þeir rúntuðu götuna með 30 sek, millibili, hélt fyrst að það væri eitthvað action í gangi en þeir keyrðu áfram og maður hugsaði með sér að vá, bara stór hluti bílaflotans samankominn í götunni minni, aumingja allar hinar göturnar sem hafa ekki svona góða löggæslu á sama tíma.  Annars þá sá ég og heyrði í amk 3 bílum á nöglum en það vita það allir að á eftir sumri kemur vetur og best að vera tímalega með naglana og um leið gefa skít í aðra samborgara.

Annars held ég að minnihluti borgarráðs ætti frekar að reyna vinna með borgarstjóra í þessum málaflokki í stað þess að reyna setja stein í götu málefnisins.


mbl.is Gagnrýna stöðu löggæslumála í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband