Sama sagan hjá tryggingafélögum

Tryggingar GroupLoðin frétt frá Elisabet, fór á heimasíðu þeirra til að athuga þetta hlutfall krafts og þyngdar en gat ekki séð neinar upplýsingar um það. Spurning hvort MB S500 eða Porsche 911 teljast vera fyrir innan eða utan staðla félagsins.

Þeir segja að mikill tjónaþungi fylgi léttum kraftmiklum bílum, ætli það sé ekki frekar áhættufylgni milli þess hver keyrir ökutækið, þeas aldur og kyn (stelpur reyndar keyra hratt líka og sumar illa) sem eykur tjónaáhættu. Persónulega hef ég áhuga á að keyra öfluga bíla, bara til þess að vita af því að ég hefi kraft ef til þess þarf, annars er maður nú bara oftast á leyfðum hámarkshraða.

Það sem vantar sárlega hjá tryggingafélögum hér á landi að leyfa viðskiptavinum þess að njóta þess að fara vel með sína tryggðu hluti.  Það t.d skiptir engu máli í lækkun iðgjalda hvort maður er með reykskynjara, slökkvitæki og eldþolið teppi. Hvort maður býr einn eða er með 6 manna heimili.  Jafnframt skiptir það engu máli hvort maður keyrir 40þúsund km á ári eða 4þúsund.


mbl.is Tryggir ekki kraftmikla létta bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

þetta er nú sáraeinfald, trygginar eru bara leið til að láta fjöldann borga fyrir tjón hjá fáum.

ef það eru 1000 manns tryggðir, og 50 af þeim lenda í tjóni uppá 300þ hver, þá þarf iðgjaldið að vera 15.000.-

(50x300.000.- sem gera 15.000.000.- deilt með 1000) síðan þarf að setja inn rekstarkostnaðinn ofan á.

ef það eru 80 tjón uppá 300.000 hvert þá þarf iðgjadið að hækka hjá öllum uppí 24.000.-

Þannig að það kemur við budduna hjá ÖLLUM sem tryggja, ef einhver er í töffaraleik og klessir bílinn sinn.

Mér finnst bara allt í lagi að þeir sem eru að hækka iðgjöldin hjá öðrum, vegna hugsunarleysis aftur og aftur, að þeir séu settir í sérflokk og borgi sjálfir sitt tjón.

Ef þú hefur fylgst með TopGear þáttunum, þá ættir þú að kannast við það að nokkrum sinnum hafa þeir tékkað á því hvað það kostar að tryggja hinu ýmsu bílategundir.. það hefur komið fyrir að tryggingafélögin hafa neitað að taka bíl í tryggingu, (bugatti) vegna þess að hann er of dýr, ef þessi bíl myndi lenda í tjóni, þá þyrfti félagið að hækka tryggingarnar hjá sínum viðskiptavinum, sem gengur ekki í heimi alvöru samkeppnar.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 17.7.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Haffi

Rúnar, það er einmitt þetta kerfi sem er svo óréttlátt gagnvart þeim sem eru tjónlausir og eru ekki í sama "áhættuflokki" og aðrir.

Það mætti svo bæta við að þegar einhver "stórlaxinn" fær lækkun á iðgjöldum á öllum sínum bílum, því hann á svo marga, þá fer afslátturinn beint yfir á aðra viðskiptavini í formi hækkunar á iðgjöldum.

Haffi, 17.7.2008 kl. 10:54

3 identicon

Verð nú að segja ; kominn tími til að eitthvað tryggingafélag geri þetta af alvöru, búið að viðgangast í áratugi að ungir pjakkar kaupi öflugustu bílana og tryggi hann á mömmu sína, þetta er ekki eitthvað sem ég held fram heldur er ég að vinna við skráningar á bílum og sé þetta skýrt og greinilega.  Einnig var maður sjálfur á sportbíl ásamt öllum helstu félögunum og ég hef svona í gríni flett þeim bílum upp svona í seinni tíð og flestir orðnir að köku eftir tjón og grínlaust, sumir með nokkur tjón á bakinu og enda ferilinn á tjónauppboði.

Annað, margir af þessu bílum eru spes tæki sem kostar óhemju að gera við, þetta eru ekki vísitölubílar en hafa samt haft sömu tryggingar, ég spurði einhverntiman hvað kostaði að tryggja Mazda 323 75hö bíl og Mazda GT turbo 160hö, mismunur var nokkrir þúsundkallar og ástæðan var "hún er þyngri og getur valdið meira tjóni"   kannski óþarfi að segja að turbo bíllinn er í dag afskrifaður tjónabíll eftir hraðakstur.

 Einnig sem dæmi, félagi minn átti Subaru Imprezu Turbo einsog aðrir á þeim tíma, tveimur árum síðar var hann ónýtur ásamt NÍU öðrum Turbo Imprezum, nærri helmingur þessara öflugu bíla náði ekki að verða tveggja ára.

annað dæmi hvað þessar tryggingar hafa verið eftirá;

Í Bretlandi kostaði árið 1991 meira að tryggja Ford Escort XR3I heldur en að kaupa hann nýjan ef þú varst: yngri en 18 ára, bjóst í miðborg London, varst ekki kominn með reynslu af akstri,  hafði hann ekki í bílskúr yfir nótt og hafðir ekki þjófavörn i honum.

Af hverju ætli það kosti svona mikið að tryggja mótorhjól ?

Jú þau eru létt og aflmikil enda er ekki óalgengt að þau endi í tunnunni eftir tjón eftir hraðakstur, félagi minn keypti eitt 185hö hjól í fyrra, náði að rústa því á aðeins 2 mánuðum, geri aðrir betur, tryggingarnar þurftu að kaupa nýtt hjól á 1,6mkr.  Man ekki eftir félaga sem hefur náð að toppa þetta á venjulegum bíl.

Jú ég er að röfla, mér finnst bara súrt að vera með mínum tryggingum (tjónlaus síðan 1997, beyglað húdd og stuðari) að greiða niður tjón þeirra sem við vitum að eru í stóráhættuflokki.

 Eitt að lokum, man ekki hvort það var í svíþjóð eða noregi sem þú amk máttir ekki aka bíl öflugri en 100hö fyrren þú varst orðinn 20ára einmitt af þessum sökum.

mbk

Jón Ingi 

Jón Ingi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:31

4 identicon

Jahá, en þar sem þetta er skyldutrygging þá finnst mér það nú spurning hvort að svona lagað sé löglegt?

Bjarni (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Haffi

Jón Ingi, þetta var fjandi gott innlegg hjá þér 100% sammála.

Haffi, 17.7.2008 kl. 12:28

6 identicon

ps. gleymdi næstum að ég bjó í Danmörku einhverntíman, fór niður til Hamborgar og sótt þennan líka fína BMW og kom með aftur til dk.

Byrjaði að fá skoðun og tryggja bílinn, nema hvað, ég endaði með að hringja í flest tryggingafyrirtækin í bókinni og þau eru mörg og flest sögðu bara hreint "nei takk" við bílnum, nokkur gáfu mér tilboð og þvílíku upphæðirnar, þetta var árið 2002 og rámar í ca 2-300þ ísl.kr og það ÁN kaskó sem kostaði bæði handlegg og auga.

Slapp með rúmar 120þ.íslkr  fyrir staka ábyrgðartryggingu á 1550kg bíl árið 2002, ætli það séu ekki 200þkr í dag ?

og þá er ég búinn að létta á mér :) takk fyrir það.

mbk

Jón Ingi 

Jón Ingi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband