16.7.2008 | 16:47
City Cop...
Þessu ber að fagna og vonandi kemur eitthvað jákvætt og sýnlegt úr þessu. Það hefur nefnilega ekki sést til lögreglunnar í allt sumar í miðborginni að degi til, nema einn dag, sem var 17. júní.
Ef löggæslan væri fólgin í leynilöggum, þá væri það skref í rétta átt en maður veit þó að svo er ekki tilfellið í borginni. Það dugar ekki heldur að hafa myndavélar sem snúa í átt að Alþingi og Stjórnarráðinu.
Það er jafnframt ekki rétt þróun að borgaryfirvöld þurfa að kosta til vaktmanna, sem hafa auðvita ekkert vald til að gera eitt eða neitt.
Lögregluyfirvöld þurfa að fara hugsa út fyrir boxið, hið hefðbundna þægindabox. Jafnframt að reyna nýta takmörkuð fjárframlög á sem besta hátt, til hagsbóta fyrir íbúa.
Ræða um löggæslu í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.