Er ekki blómleg byggð fyrir austan -í álfirði

líf í auðninniEftir að álverið kom og hóf rekstur fyrir austan, þá mætti gera ráð fyrir því að fjölgað hafi verulega í íbúaflórunni þar.  Stjórnmálamenn sögu amk að það myndi gerast og að álverið væri lyftistöng fyrir svæðið.  -Gekk það allt eftir?

Það gengur illa að ráða í stöðurnar í álverinu, miðað við amk hvað þeir auglýsa þær oft. Stór hluti þeirra sem vinna í álverinu eru erlendir vektakar sem koma til landsins í skamman tíma og fara svo aftur. Kannski með hækkandi atvinnuleysi á Reykjavíkursvæðinu að einhverjir Íslendingar neyðast til að flytja austur til að vinna í álverinu.


mbl.is Byggðarlög leggjast í eyði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurslags vitleysa er þetta! Væri ekki nær að kynna sér aðeins málið áður en menn rasa út í svona vitleysisgang og rangsagnir?!

 Hjá Alcoa starfa nú um 420-430 manns. Heildarfjöldi starfsmanna mun verða 450 manns og er nú þegar verið að ráða í þær stöður sem upp á vantar. Jújú, vel má vera að það hafi gengið illa að ráða í einhverjar stöður, en það er vitað að það voru þó aðallega rafvirkjar sem keppt var um á markaðnum, þó aðallega vegna uppbyggingar virkjunarinnar á Kárahnjúkum. Þeir rúmlega 400 starfsmenn sem nú eru við störf hjá Alcoa eru allir Íslendingar eða fólk sem hefur búið á Íslandi til lengri tíma og talar íslensku. Þó má geta þess að undirverktakar sem sjá um viðhald og einnig hjálp við framleiðslu tímabundið hafa einhverja erlenda strfsmenn á sínum snærum, en þeir eru ekki starfsmenn Alcoa, heldur undirverktakar.

Baráttukveðjur! 

Örn Ingi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband