Nýliðun þorsks..-nei lögreglumanna

Svona hefur maður ekki heyrt (lesið) áður um lögregluembættið, að nýliðunin hafi verið slæmt en auknar vonir eru bundnar um nýliðun á næsta ári.  Maður heyrði bara svona talað hjá Hafró. Hvað varð um alla lögreglumennina sem voru til í fyrra? -Dóu þeir út!

En það er alveg óþolandi að hafa 14 lögreglumenn á vakt.  Það er reyndar aldrei neinn skortur á lögreglumönnum til að passa uppá td Kínverska sendiráðið þegar "mótmæli" hafa farið þar fram.  Hvað ætlar að lögreglan að gera þegar hópurinn Saving Iceland er búinn að þurka sín föt og fer í action? Senda þessa 14 uppá heiði?

Hef bent á að þó að aðföng og bensín hafi hækkað, þá mætti alveg senda fleiri lögreglumenn á göturnar í miðbæ Reykjavíkur. Hef skrifað um það hér á þessu bloggi að það mætti virkja skrifborðs-lögreglumennina sem vinna á Hverfisgötunnni og senda þá í göngutúr í bæinn.  Það getur bara þýtt aukin framleiðni hjá pappírslögreglunni. -það kostar ekki dropa af bensíni.  Stefán kann greinilega ekki sitt fag, þar sem hann vanmetur afl sýnilegrar löggæslu. Í stað þess að ganga um bæinn, þá fer hann keyrandi til síns fyrrum vinnustaðar Dómsmálaráðuneytið og reynir þar að væla út meiri pening.

Læt hér svo að lokum fylgja með nokkrar myndir úr Reykjavík..

Ólöglega lagtÓlöglega lagt


mbl.is 14 lögreglumenn á vakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt hvað Haffi er kunnugur störfum lögreglu.  Það eru stöðuverðir sem annast að jafnaði það að sekta fyrir ólöglegar lagningar ökutækja.  Hvað varðar skrifborðslöggurnar eru kannski best að taka þá sem annast rannsóknir fíkniefnabrota, líkamsárása, nauðgana, morða, þjófnaða o.s.frv. o.s.frv.  Kannski að Haffi miðli okkur af sérþekkingu sinni á löggæslu og nefni í hvaða störfum þessar skrifborðslöggur eru.

bein (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Haffi

bein, Ekki var vísað í lögreglu og myndirnar, bara að þetta væru myndir úr Reykjavík. Rétt er það að það eru stöðuverðir í Reykjavík sem sekta fyrir stöðubrot en lögreglan hefur heimild til þess arna líka.

Þessi upptalning hjá þér minnti mann á það að það er líka heild deild af lögreglumönnum við Skúlagötu. Annars versnar rannsókn varla á því að rannsakandinn taki sér göngutúr í góða veðrinu, frekar að það efli starfsþrek og skerpir á heilasellunum. Það eru t.d hinir ýmsu -stjórar með skrifborð við Hverfisgötu, þó að -þjónarnir eru ekki endilega með aðstöðu.

Þetta vonandi hjálpar þér gegnum daginn.

Haffi, 16.7.2008 kl. 15:46

3 identicon

Stundum er sagt að sjálfskipaðir slökkviliðsstjórar spretti úr hverju horni þegar eldsvoði eigi sér stað en þetta er í fyrsta skipti sem ég verð var við sjálfskipaðan lögreglustjóra.  Hvað varðar myndasyrpuna þá skil ég ekki hvers vegna hún var með þessum skrifum þínum ef hún kom málinu ekkert við.  Hugsanlega er þetta einhvers konar hugsanastormur.  Ekki ætla ég að verja þessa aðila á Skúlagötunni sem þú minnist á.  Ef ég skil þig rétt eru þetta starfsmenn Ríkislögreglustjóra.  Miðað við fréttaflutning í dag af máli Jóns Ólafssonar þurfa þeir hins vegar að einbeita sér meira að daglegum verkefnum en göngutúrum, málið hefur a.m.k. tekið ansi langan tíma.

Bein (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Haffi

Bein, Þetta er mitt blogg og ef þú skilur ekki myndirnar sem fylgja því, þá nær það ekki lengra. Þar svo sem þú nefnir Jón Ólafsson, þá var skattrannsóknartjóri búinn að rannsaka það mál ofaní kjölinn, þannig að efnahagsbrotadeildin þurfti ekki að gera mikið, bara að senda það beint til saksóknara.

En það sem er rauður þráður i þessum skrifum mínum er að lögreglan þarf að hugsa út fyrir boxið/umslagið og leita allra leiða til að sinna sínu hlutverki. Það er svo að þeir sem hafa unnið lengi hjá ríkinu, sbr. Stefán þeir missa þann hæfileika kunna því betur að heima meiri pening frá ríkinu.

Haffi, 16.7.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband