Evrópumenn reyna ná frið..en Bush heimtar stríð

Á sama tíma og Frakkar og helstu Evrópuþjóðirnar stofnuðu samtök með öllum ríkjum við Miðjarðarhaf, -nema Líbýu, til þess að reyna koma á friði í þessum heimshluta enda er sá ófriður sem hefur verið þar í raun uppsprettan og næringin á öllum öðrum ófriði í heiminum. Þá heimtar Bush að hafið verður nýtt stríð og það við Íran.

Held að mað sanni mætti segja að aldrei hefur ein fjölskylda í heiminum (feðgar) unnið eins mikið tjón á heimsvísu og þeir, fyrr og síðar. 


mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill vakna strax upp úr þessari 8 ára martröð .

Nafnlaus (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þegar innrásiní Írak var í bígerð hér um árið lýsti ég því yfir að Íran yrði næst um leið og ég þrumaði yfir vinnufélögunum að þetta væri allt saman eitt apaspil, löngu planað og hefði með olíu og völd á svæðinu að gera en ekki samhug með Írönsku þjóðinni, CIA væri ekki teystandi fyrir fimm aura og enn síður " áræðanlegum " upplýsingum frá þeim. Ég var reiður. Ég var einn um þessa skoðun á vinnustaðnum(en vissi af mörgum sama sinnis í þjóðfélaginu) og þetta talin fráleit þróun - en því miður ætlar raunin að verða önnur, hvort sem að Bandaríkjamenn fari þarna inn sjálfir eða láti Ísrael sjá um það ( þurfa þá ekki að selja efins þjóðinni aðra innrás ) er líklega fátt sem fær því breytt og hjól hergagnaiðnaðarins nú farin að snúast heldur betur smurt og ánægja eigenda og hluthafa í þeim og olíu og þungaiðnaðinum ábyggilega mikil með þróun heimsmála...það er raunar ógnvekjandi að hugsa til þess hvað mikið af allrahanda fyrirtækjum hafa stóran hluta tekna sinna af framleðiðslu og þróun á öllu mögulegu og ómögulegu fyrir hergagnaframleiðendur og alla sem kaupa vilja nánast.

" The Military Complex " í allri sinni dýrð og atvinnusköpun

Georg P Sveinbjörnsson, 14.7.2008 kl. 02:35

3 identicon

Ísraelsmenn hafa þurft að sitja undir stöðugum hótunum Írana um gereyðingu  í mörg ár.  Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir því sama og eru kallaðir af Mamoud Ahmadi-Nejad, hinn mikli Satan. 

Þarf að bíða eftir því að þessi brjálæðingur komist yfir kjarnavopn og haldi heiminum í heljargreipum og komist yfir allar olíulindir við Persafóann.?

Hér er hin pólitíska tilskipun Íslams um heimsyfirráð:

Heimsyfirráð, imperialism.

Berjist þangað til allir dýrka Allah.

Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039. Og berjist (qaatiloohum) við þá þangað til að engin ringulreið, óregla  eða nauðung (skurðagoðadýrkun eða vantrú á Allah) ríkir lengur, og það ríkir réttlæti(Íslam og Sharía lög) og trú eingöngu  og allsstaðar á Allah;

Kóran 002:193 boðar það sama.

Því miður þá boðar Kóraninum að Múslímar  séu allra þjóða bestir og því ýtir hið pólitíska Íslam undir mikilmennskubrjálæði hjá Múslímum. Það er því erfitt að koma vitinu fyrir slíkt fólk með samningum.

Svo hvað er til ráða. Kann einhver góð ráð til að tjónka við Múslíma?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband