13.7.2008 | 23:30
14% verðbólga og taka upp Evru..no no
Þegar Þjóðverjar tóku upp evru á sínum tíma í staðinn fyrir sitt mark, þá notuðu kaupmennirnir tækifærið og hækkuðu vöruverðið á sama tíma. Þeir notuðu tækifærið þegar þjóðin var ekki með verðvaktina á hreinu og hækkuðu hjá sér. Það sem þeir gerðu var að stroka út "DM" merkið og settu "" í staðinn, samt var markið lægra en evran.
Ég skil því vel vælið í hagsmunasamtökum kaupmanna að vilja fá evruna, það er gert svo þeir geti okrað meira á landanum og þá fer verðbólgan yfir 14% ef þetta væri gert í dag. Verðlag mun hækka við töku á evru, því er eins gott að verðbólgan sé lá, þegar farið verður í það.
Það er því svo sannarlega ekki rétti tíminn þessa dagana. Þó svo farið verður í viðræður um það, þá breytir það engu hér á landi næstu 12 mánuðina amk.
![]() |
Evruleið fremur en aðildarleið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vöruverð á Íslandi hækkar einmitt um hver mánaðarmót vegna þess að gengið fellur, kaupmenn lækka hinsvegar aldrei vöruverð þegar gengið hækkar. Þetta er meginorsök verðbólgunnar á Íslandi - en myndi algjörlega hverfa ef við værum með evru, því þá væri gengið á því sem við kaupum inn vera fast! Þess vegna eru sögur um myntbreytingu í Þýskalandi algjörlega óviðkomandi þegar kemur að Íslandi. Verðlag myndi lækka við upptöku evru, og enn meir ef við göngum í ESB því þá þarf að fella niður verndartolla.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.7.2008 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.