Kópavogslöggæsla bs., Hafnafjarðarlöggæslan bs...osfrv.

Þetta fer að líkjast Bandaríkjunum æ og meir.  Það er verið að koma á fót staðbundinni löggæslu í Kópavogi og brátt mun hvert bæjarfélag eða hverfi vera með sína löggæslu og allt borgað úr vasa almennings. Svo kemur fram krafa frá þessum aðilum að fá að handtaka fólk og ganga með handjárn og er þá kominn vísir að einkalögreglu.

Hvatinn að þessu er svokallað fjárskortur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Yfirmenn lögreglu virðast hafa frekar lítinn vilja til að stokka upp í rekstrinum, nema þá aðferð að segja upp fólki og jafnvel hundum, þeas fíknó-hundar. Það er ekki allra að hafa þekkingu á aðhaldi í rekstri og eitthvað segir mér að þeir menn sem teljast yfirmenn lögreglunnar í dag, hafa ekki þá þekkingu. Lögreglan verður að fá 3ja aðila sem er ekki hluti af lögregluliðinu til að fara yfir og endurskipuleggja verkþættina, þannig að hámarks arðsemi fjármagns næst hverju sinni.

Það er talað um að 14 manns séu á götuvakt í Reykjavík og nágrenni, þessir 14 fyrir 160þúsund manns eða jafnvel fleiri íbúa á svæðinu. Er ekki kominn tími til að hleypa skrifstofufólkinu aftur út á götuna? Neita að trúa því að yfirmenn hafa skoðað allar leiðir til lausnar á vandanum.


mbl.is Hverfagæsla boðin út í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þann dag sem einkaaðilum verður gefið umboð fram yfir aðra almenna borgara að ganga um með handjárn eða byssur, þann dag mun ég stofna vopnuð byltingarsamtök til að ganga á milli bols og höfuðs á ríkjandi stjórnvöldum.

Elías Halldór Ágústsson, 13.7.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband