13.7.2008 | 11:02
Refsing foreldra
Þar sem þessi strákur er búinn að sýna það og sanna að hann getur ekki lifað í samfélaginu á Íslandi, væri auðvita best að senda hann í útlegð og ef hann fer ekki af landi brott, þá væri hægt að gefa út veiðileyfi á hann.
Annars þá mætti alveg velta því fyrir sér að gera foreldra/forráðamenn ábyrga í svona tilfellum, þannig að þeim er refsað fyrir gjörðir einstaklings sem hefur ekki náð 18 ára aldri. Þá verður vonandi einhver vakning hjá foreldrum þessa lands um að það er á þeirra ábyrgð að passa uppá krakkana sína og þau fá að gjalda fyrir það ef þau standa sig ekki í því hlutverki.
Margir foreldrar fá greiðslur frá ríkinu til að sinna þessu hlutverki í formi barnabóta og barnabótaauka og það er óásættanlegt að krakkarnir þeirra komast upp með að skalla fólk og terrorisera umhverfið.
![]() |
Látinn laus en handtekinn skömmu síðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Oftast eru þetta foreldravandamál. Við getum ekki gleymt ábyrgð foreldra í svona málum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.7.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.