Fávitar..

Furðuleg þessi samtök Saving Iceland, þau setja alltf upp mótmælabúðir eftir að byrjað er á framkvæmdum og verkið jafnvel hálfklárað.  Vilja þau að hætt verði við virkjunina og hálfbyggð hús látin standa auð og grotna með árunum?  Rosa fegurð í því eða hittó.

Af hverju geta þau ekki sett sína orku í að mótmæla virkjunum sem ekki er byrjað á nema á teikniborði.  Það væri nærtækast.  Getur það verið að það sé ekki hægt, því þá er ekki hægt að príla upp einhvern kranann eða hlekkað sig við einhverja vinnuvélina?

Með fullri virðingu fyrir þeirra hugsjón þá er framkvæmdin ekki sérlega gáfuleg. Það að vera á móti virkun er nokkurra ára aðgerð en ekki einhver útivistaraðgerð í tjaldi uppá heiði yfir sumartímann.


mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saving Iceland liðar hafa unnið þannig að hverri framkvæmd er mótmælt alveg frá því að umræðan um hana fer í gang. Það er t.d. gert með bréfaskrifum, greinaskrifum, undirskriftasöfnunum, hefðbundnum mótmælafundum. Beinar aðgerðir á borð við það að hlekkja sig við vinnuvél eru ekkert annað en framhald af því sem á undan er gengið en eins og þessi færsla þín ber glöggt vitni um, þá vekja mótmæli bara enga athygli fyrr en þau eru komin á það stig.

Annars er tilgangur hverrar aðgerðar ekki aðeins sá að mótmæla þeirri framkvæmd sem um ræðir, heldur einnig stóriðjustefnunni sem slíkri.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Haffi

Anna, fróðleg lesning, eins og allt frá þér. Man vel reyndar eftir Elliðaárvirkjun enda ólst maður upp í Árbænum. Er þá slökkt á túrbínunum yfir nótt og helgar? Hljómar sem frístunda- eða skólaorkuver.

Eva, Gat ekki séð tilganginn með mótmælum Saving Iceland í Kringlunni og á Snorrabraut á sl. ári.  Annars er virkjun í sjálfu sér ekki það versta, heldur í hvað orkan er notuð.

Haffi, 12.7.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Sammála þér í því Haffi að megin máli skiptir í hvað orkan er notuð þ.e.a.s., af hverju erum við að virkja, hver er fórnarkostnaðurinn og hvað kemur í staðinn?  Það er alltaf hægt að setja verðmiða á fylgiáhrifum slíkra framkvæmda og verður að hugsa um Ísland sem heild í því og sem hlut af heildarmyndinni á okkar litlu plánetu. 

Í raun er spurningin ekki lengur hvað almenningur vill skv. skoðanakönnunum eða hve sterk stóriðjufíkn stjórnvalda er orðin heldur stefna okkar í umhverfismálum sem er mjög aðkallandi málefni fyrir mannkynið í heild sinni.  Ef illa fer verður því miður enginn eftir til að segja "hah, ég sagði ykkur það" svo ég held að við ættum að staldra aðeins við áður en við reisum næstu virkjanir fyrir næstu álver og stækkanir á núverandi álverum. 

Gamla svarið um að þessi álver verði bara reist einhvers staðar annars staðar fyrir vikið er kolröng eins og við vitum auk þess sem við verðum að átta okkur á því að heimurinn er eins og við viljum að hann sé, hann er ekki bara svona af sjálfu sér.  Við berum því öll ábyrgð þó stjórnvöld beri að sjálfsögðu alltaf aðeins meiri ábyrgð.

Ég er ekki sammála þér Haffi þegar þú uppnefnir fólk og fjallar um málefnið á svo niðrandi nótum.  Slík ummæli dæma sig sjálf.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 12.7.2008 kl. 16:08

4 identicon

Aðgerðinni í Kringlunni og göngunni eftir Snorrabraut var ætlað að vekja almenning til umhugsunar um þátt ofneyslunnar í náttúruspjöllum.

Þau fyrirtæki sem eru flinkust í því að markaðssetja sig eru sjaldan umhverfisvæn, auk þess sem mörg þeirra eru sek um barnaþrælkun og önnur mannréttindabrot.

Það er ekki nóg að mótmæla virkjunum og halda svo bara neyslufylliríinu áfram, við þurfum líka að vera meðvitaðri neytendur.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Haffi

Sveinn Sigurður, ekki veit ég hvað þu átt við er þu segir ég uppnefna fólk eða fjalla á niðrandi nótum um málefnið. Vildir þu frekar að ég notaði orðið "fávís" en fávitar?

Eva, Er orkan sem fer í ljósin í Kringlunni slæm nýting á orkuauðlindum landsins? Hef séð Saving iceland fólkið í bænum, get því miður ekki sagt að þau séu sérlega umhverfisvæn í hegðun, mengandi loftið með sígarettureyk, drekkandi kaffi (sem nota þarf rafmagn til að búa til) keyrandi um á gömlum skrjóðum sem menga meira en nýjir bílar.

Haffi, 13.7.2008 kl. 11:08

6 identicon

Þetta hefur ekkert með ljósin í Kringlunni að gera. Það eru hinsvegar mörg fyrirtæki sem hafa markaðssett sig á Íslandi og moka inn miklu fé í gegnum verslunarmiðstöðvar, sem eru sek um náttúruspjöll og mannréttindabrot og flestir eru algerlega ómeðvitaðir um það við hverja þeir versla.

Saving Iceland fólkið ekur almennt ekki um á gömlum skrjóðum eða öðrum bílum. Flestir eiga ekki bíl en fara ferða sinna milli bæjarhluta fótgangandi eða á reiðhjóli. Stundum þarf að nota bíl, enda yrði líklega ekki vinsælt ef við notuðum hross eða nautgripi til að flytja hluti milli staða en það er langt frá því að það gerist daglega.

"Drekkandi kaffi sem þarf rafmagn til að búa til" -Haffi, þú ert ekki í alvöru svona mikill fáviti er það? Það eru vond rök að líkja saman hóflegri rafmagnsnotkun til heimilisnota og reksturs fyrirtækja við Laugaveginn og stóriðju. Við komumst ekki hjá því að vera neytendur, en við getum notað bílinn minna, sparað heita vatnið og hugsað aðeins út í siðferði þeirra fyrirtækja sem við verslum við.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Haffi

Eva, þu sagðir einmitt það sem ég var að bíða eftir, "við komumst ekki hjá því að vera neytendur" Þú ert t.d að nota tölvu núna og geri ráð fyrir því að þú hafir passað þig á að engin börn komu nálægt framleiðslunni á henni, svo þegar þu fargar henni þá passar þu þig á að hún lendi ekki í 3ja heims löndum í endurvinnslu.  Þú hefur örugglega googlað á netinu og sótt upplýsingar um hitt og þetta.  Þessar upplýsingar eru geymdar á diskum sem þurfa orku. Ein stóriðjuhugmyndin er einmitt gagnabanki. Það krefst virkjunar, ætlar þú þá að hætta að sækja upplýsingar á netið og tölvuna þina?

Hvaða fyrirtæki eru þetta í Kringlunni sem þú ert að tala um? -Langar að vita svo ég get tekið mína ákvörðun sjálfur. Er ég sá Kringlumótmælin gat ég ekki séð að öskur og læti væri rétta aðferðafræðin til að koma boðskap á framfæri. Hópurinn öskraði svo mikið að ekki var hægt að skilja það sem þau sögðu.

Haffi, 13.7.2008 kl. 14:00

8 identicon

Nei Haffi minn við komumst ekki hjá því að vera neytendur og við komumst ekki einu sinni hjá því að skipta stöku sinnum við skítafyrirtæki, ekki frekar en við komumst hjá því að gera mistök sem foreldrar, starfsmenn o.s.frv. Við getum hinsvegar dregið úr neyslunni og aflað okkur upplýsinga áður en við kaupum.

Mér þykir gott að sjá að þú viljir vera meðvitaður neytandi og er tilbúin til að styðja þig í því. Þú verður samt vitanlega að vinna heimavinnuna þína sjálfur. Ég get ekki gert fyrir þig úttekt á öllum fyrirtækjum í Kringlunni eða öllum heildsölum sem þau versla við. Megin reglan er sú að því stærri sem fyrirtækin eru, því líklegra er að þau hafi óhreint mjöl í pokahorninu og svo er fullt af upplýsingum á veraldarvefnum. Þessi netsíða hefur t.d. gagnast mér vel http://www.ethicalconsumer.org Kíktu endilega á hana og ef þú vilt fá fleiri slóðir skal ég aðstoða þig. 

Einfaldasta leiðin til að forðast viðskipti við skítafyrirtæki og draga úr því magni sem við skiljum eftir á ruslahaug þriðja heimsins í leiðinni, er sú að kaupa sem minnst nýtt. Heimurinn er fullur af dóti sem er í fínu lagi en fullnægir bara ekki hégómagirndinni. Ég hef t.d. aldrei keypt nýja tölvu en ég hef átt 7 notaðar.

Já og það er góður punktur hjá þér að sjá til þess að ruslið okkar fari á réttan stað hjá Sorpu. Það eru t.d. ekki nema um 20% af rafhlöðum keyptum á Íslandi sem skila sér í förgun. 

Hér eru svo að lokum nokkrar góða greinar um skuggahliðar alþjóðavæðingar.

http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=404&gerd=Frettir&arg=3 
http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1361&gerd=Frettir&arg=5
http://johann.snabbi.com/nyfrjalshyggja

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband