12.7.2008 | 09:14
Borg í vanda -47% á móti fjölgun háýsa
Reykjavíkurborg hefur rekið tvöfalda lóðastefnu undanfarin ár. Lóðir eru gefnar og svo þufa sumir að borga fyrir þær okurverð.
Borgin hefur t.d gefið Listaháskólanum og Ungmenafélaginu lóðir. Þessir aðilar notuðu gjöfina til að braska með hana. Listaháskólinn seldi sína lóð og Ungmennafélagið vildi byggja hótel á sinni lóð. Háskólinn í Reykjavík fékk gefins lóð á heitasta stað í borginni, við Vatnsmýrina. Sú lóð er að stórum hluta notuð undir bílastæðisplan. Eitthvað sem er algjör sóun á landgæðum sem eru takmörkuð á þessu svæði.
Svo eru það hinir sem þurfa að kaupa sínar lóðir dýrum dómi. Reyndar er það svo að ekki er um að ræða kaup á lóðinni heldur kaup á byggingarétt á lóðinni. Borgin á ennþá lóðina og þarf eigandinn að borga leigugjald. Til að hafa eitthvað í kostnaðinn af lóðinni og fá einhvern arð af öllu saman, þarf auðvita að byggja stórt hús og það verður einungis gert með því að byggja upp. -háhýsi.
Þannig að stefna borgarinnar og vilji íbúa fer greinilega ekki saman þarna. Hvað gerir borgin í því?
Jafnframt segir í fréttinni að fólk vilji búa í grónu hverfi og velji því helst miðbæinn eða vesturbæinn. Verð bara að benda á að miðbærinn telst vart gróið hverfi með allar þessar stórframkvæmir sem eiga sér stað þar, þessa dagana og næstu árin.
Svo kannski eitt að lokum, vesturbærinn liggur fyrir norðan Hringbraut og að görðunum við Garðastræti. Þeir sem búa á Melunum eða Högunum, eru ekki í hinum eina og sanna vesturbæ. En mela- og hagafólkið óskar þess greinilega heitt að búa í vesturbænum.
Jafnframt má benda á að Þingholtin ná ekki að Hallgrímskirkju, þar er nefnilega Skólavörðuholt.
![]() |
Vesturbærinn enn vinsæll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.