11.7.2008 | 18:16
Fangi með hreyfiþörf
Eftir að hafa setið í þröngum bíl með fúlum fangavörðum, þá hefur fanginn einfaldlega fundið fyrir mikilli hreyfiþörf og sá þarna tækifæri á að hreyfa sig örlítið, svona áður en hann er lokaður inni í Hegningarhúsinu. Í Hegningahúsinu er vart meira pláss en í lítil fólksbíl. Reyndar er það svo að húsið uppfyllir ekki lengur neina staðla um fangelsi, hvorki hér á landi eða samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Grunar að reksturinn sé haldið gangandi á einhverjum undanþágum.
Dómsmálaráðherra hefur verið með hugmyndir að byggja nýtt fangelsi. Þetta fangelsi hefur verið hausverkur ýmissa ráðherra dómsmála í marga áratungi. En það bólar ekkert á því fangelsi.
Á sama tíma, þegar hluti þjóðarinner öskrar "Paul Ramsei heim" þá er brotið á réttindum fanga hér á landi og þeir eru fleiri en 1, 2 og 3.
![]() |
Fangi reyndi að flýja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.