11.7.2008 | 09:17
Einu gjaldskyldu göngin á Íslandi
Það er ekkert nema gott hægt að segja um hagræðið af þessum göngum. Er ég og minn bíll hluti af þessum 14 milljónum ökutækja sem hafa farið um göngin. Reyndar þá mætti bæta loftræstinguna þarna, það liggur nefnilega oftar en ekki mengunarpollur í göngunum þegar umferð er mikil. Eitthvað virðast þessar viftur sem eru þar ekki virka rétt eða þær eru of kraflausar/fáar.
Er jafnframt með þá hugmynd að mála veggina ljósa, það eykur öryggið í stað þess að hafa þá svona gráa. Það mætti líka koma fram í göngunum hvenær maður fer undir sjávarmál, hvenær maður er kominn undir botn fjarðarsins og hve marga metra maður er undir yfirborðinu og frv. Eitthvað skemmtilegt sem maður getur pælt í á leiðinni. Bara ekki setja auglýsingar, -þær trufla.
Það verður vonandi farið sem fyrst að gera önnur göng, áður en núverandi göng breytast í umferðarteppu. Vonandi verða þau göng fjármögnuð af Íslenskum aðilum og hægt að greiða lánið niður hraðar ef hagnaður er meiri en áætlanir gera ráð fyrir.
Annars hef ég aldrei skilið það óréttlæti að bara þessi göng eru með gjaldtöku á Íslandi. Ef allir Íslendingar eiga að sitja við sama borð, þá ætti vera gjaldtaka af öllum göngum þann tíma sem verið er að greiða niður kostnaðinn við gerð þeirra. Amk um einhvern tíma, þar sem sum göng munu aldrei borga sig.
![]() |
14 milljónir ökutækja um Hvalfjarðargöngin á tíu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.