11.7.2008 | 08:58
Umhverfisvænn forseti á ógnarhraða
Alltaf sami hrokinn í forsetanum og talsmanni hans. Samkvæmt frétt á VISIR.is, þá ók fórsetinn vel yfir hámarkshraða og eins og allir vita þá þýðir meiri hraði, meiri eyðsla, líka fyrir Lexus hybrid bíl. Í fréttinni er svo vitnað í Örnólf forsetaritara og sagði hann:
Ég kannast ekki við það að bílnum hafi verið ekið á óeðlilegum hraða. Hvorki undir Akrafjalli né annarsstaðar á leið sinni úr Húnaþingi," segir Örnólfur Thorsson forsetaritari í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið
Hvernig stendur á því að hann fari þá ekki og kannar málið? Þetta eru reyndar týpisk viðbrögð hjá forsetaembættinu að svara allri gagnrýni með þögninni. Persónulega hefur forsetinn sjálfur farið framúr mér í umferðinni og ég á hámarkshraða, þannig ég trúi fréttinni.
Það má með sanni segja að hið skítlega eðli býr í forsetanum sjálfum.
![]() |
Forseti hitti áhrifamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.