11.7.2008 | 08:06
Guðmundur "gufa" Þóroddsson
Merkileg þessi yfirlýsing frá Guðmundi sem kom í fréttum, skipulögð aðför að sér og hann ætlar ekki að skila gögnunum strax eftir helgi, heldur ráðfæra sig við lögfræðing.
Það er alveg á tæru að Guðmundur getur ekki átt gögnin sem hann tekur á skrifstofu OR, hann getur átt gögn sem hann kemur með að heiman frá sér í vinnuna, t.d innkaupalista sem kaupa á fyrir kvöldmat en vart meir.
Svo mætti alveg spyrja sig að því, hvað er maðurinn sem er hættur afskiptum af málefnum OR að gera með fundargögn sem ná 10 ár aftur í tímann? Þetta er eins og maður væri að selja bílinn sinn en ákveður að halda í smurbókina og handbókina og lesa þær á kvöldin fyrir háttinn. Guðmundur verður greinilega að skreppa í bókabúð og finna sér eitthvað lesefni þar.
Svo er það jeppinn (enginn rafmagnsbíll þar á ferð) Ef það kemur fram í starfslokasamningnum að Guðmundur hafi afnotarétt af honum út starfslokin, þá má hann hafa hann. Ef það er ekki sérstaklega tilgreint, þá á hann ekki rétt á bílnum. Guðmundur hefur kannski samið af sér þarna.
Svo er það Hjörleifur sem talar um misskilning. Er Hjörleifur ekki að skilja alvarleikann í þessu máli? Hjörleifur ætti endilega að reyna spenna upp hugann og vinna í þessu máli, eigendurnir, almenningur krefst þess.
![]() |
Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.