Suma daga er leyfilegt að leggja ólöglega uppá gangstétt

Þetta er ágæt hugmynd hjá bílastæðissjóði, það er vonandi að almenningur geti fengið svona miða til að setja á bíla sem fólk sér lagða ólöglega.  Man eftir því að Magnús músa- og hvalavinur útbjó þannig miða fyrir nokkrum árum og var hægt að líma þá á rúðu bíla sem lagt var uppá gangstétt.

En þannig er í Reykjavík að svo virðist sem leyfilegt sé að leggja ólöglega og uppá gangstétt suma daga, sérstaklega þá daga sem mikið er um gangandi umferð.

Það er á þessum hátiðar og skemmtidögum t.d 17. júní, Gay-pride, Menningarnótt, þorláksmessu, svo einhverjir dagar séu nefndir.  Þá virðist sem lög og reglur séu ekki lengur í gildi. Frekar pirrandi fyrir mann, hvort sem maður er með barnavagn eða bara gangandi.

Af hverju var ekki í fréttinni jafnframt minnst á fólk í hjólastól? 


mbl.is Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

síðasta setningin er um það að það sé líka miði fyrir fólk í hjólastól...

Andri (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Haffi

Andri, rétt er það, mistök min.

Haffi, 10.7.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Þessa daga sem þú nefnir (17.júní, Gay Pride o.s.frv.) ætti miðbærinn einfaldlega að vera lokaður einkabílaumferð annara en þeirra sem eru með bláan miða í rúðunni (hvort sem það heitir íbúapassi eða fatlaðramerki). Ótrúlegt ónæði af þessu endalausa einkabílaflóði af því íslendingar nenna ekki að labba og eru of pjattaðir fyrir almenningssamgöngur.

Björn Kr. Bragason, 10.7.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Haffi

Björn 100% sammála

Haffi, 10.7.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband