9.7.2008 | 10:44
Hvenær verður lögreglan svona aktív í miðborg Reykjavíkur?
Það væri nú munur að lögreglan væri svona áköf í að framfylgja lögum og reglum í miðborg Reykjavíkur að degi til. Hún er reyndar aktív í að taka fólk fyrir að kasta af sér vatni við húsvegg að nóttu en svo ekkert meir. Lögreglan hefur ekki sést í miðbænum í allt sumar. Að vísu hefur sést til lögreglu við og við keyra niður Laugaveginn en gangandi lögregla er ekki til. Algerlega farlömuð lögregla í Reykjavík.
En þó að lögreglan sé á bíl, þá nennir hún ekki að gera það sem henni ber. Tók hérna mynd af lögreglumanni á bíl sem ég hélt að væri að fara sekta bíl sem lagt hefur verið ólöglega en nei, nei, hann hreyfði sig ekki úr bílnum og eftir að hafa verið þarna á horninu í smá tíma, þá keyrði hann burt.
![]() |
Teknir á ofsahraða af lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahaha það er auðvellt að dæma það sem þú þekkir ekki. Veist ekkert hvað löggan var að gera þarna en hinum megin við hornið er hið fræga Gistiskýli þar sem löggan kemur reglulega(þekki það í gegnum vinnuna).
Er ekki alltaf verið að tala um manneklu? hvaða mannskap hafa þeir til að vera á rölltinu? Í öðrum embættum mega menn ekki einu sinni keyra um og sekta fyrir ofsaakstur heldur verða eþir að vera fyrir utan löggustöðina og mæla menn þar, ábyggilega sma pæling þarna á ferð.
Hættu að hlusta á Reykjavík Belfast með hinum ágætu XXX og spáðu í umhverfinu, gangrýni á málefni sem þú þekkir ekki er auðveld.
En hvað um það, með kveðju.
Hallur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:59
"Hættu að hlusta á Reykjavík Belfast með hinum ágætu XXX og spáðu í umhverfinu, gangrýni á málefni sem þú þekkir ekki er auðveld."
Þó svo að það sé vissulega gagnrýni á lögregluna í því lagi er ég nokkuð viss um að boðskapurinn sé alls ekki sá að það eigi að fylla borgina af gangandi lögregluþjónum.
BNT, 9.7.2008 kl. 13:17
Hallur, svo ég komi með alla ferðasöguna, þá var ég á röltinu þarna er löggan keyrir framhjá mér, stoppar svo á horninu, enginn fer úr eða í bílinn, ég labba framhjá bílnum stuttu síðar og er í bílnum einn maður, þegar ég svo labba framhja´bílnum, heldur bíllinn áfram af stað. Kannski var hann bara að athuga mig, -veit ekki.
Hvaða mannskap spyr þú? Er ekki lögreglustöðin á Hverfisgötu full af skrifborðs-löggum? Mætti ekki senda einn og einn út til að labba miðbæjarhring? Það drepur þá varla að hreyfa sig smá og varla færu afköstin í ruslið eftir hressandi göngutúr.
Varðandi Reykjavík Belfast og XXX, þá hef ég ekki hugmynd hvað þú ert að meina með því.
Haffi, 9.7.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.