9.7.2008 | 08:36
Gott hjá Tollgæslunni -Bravo-
Ánægjulegt að heyra að Tollgæslan er að leggja hald á matvæli sem ekki má flytja til landsins. Þeir aðilar sem eru að flytja inn matvæli sem eru hugsanlega sýkt. Eru í raun hryðjuverkamenn. Ekki þó þannig að þeir séu að sprengja mann og annan ásamt sjálfum sér í loft upp, heldur geta þeir lagt efnahagslífið á Íslandi í rúst. Þar sem landið Ísland er eyja þá hafa ýmsir sjúkdómar ekki borist til landsins en geta það hugsanlega auðveldlega með ýmsum matvælum.
Hvað geta Íslendingar gert ef yfir landingu skellur salmonellufaraldur vegna erlendra matvæla? Í Danmörku hafa t.d yfir 30 dáið af þess völdum á einu ári.
Í raun liggur ekki bara áhætta í innflutningi ferðamanna. Það er nefnilega svo komið í hinu frjálsa Íslandi að nokkrir stórir aðilar sjá um innflutning og selja í verslunum sínum matvæli sem kemur í raun frá sama söluaðila í útlöndum. Ef t.d Grautur Group kaupir (óvart) sýkta vöru sem svo er seld í Bónus, Hagkaup og 10-11, þá eru miklar líkur á að stór hluti neytenda veikist.
Kaupmenn hafa svo ekki fyrir því að tilgreina upprunaland vörunnar, þannig að rosa erfitt er fyrir neytandann að forðast erlendar vörur vilji hann bara kaupa Íslenskt.
![]() |
Brenna pylsur sem má selja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geta íslenskar vörur þá ekki verið sýktar. Eru einhverjir sérstakir eiginleikar í íslenskum landbúnaðarvörum sem gerir þær ónæmar fyrir öllum heimsins sjúkdómum?
Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:22
þessi málflutningur hjá þér Haffi er svipaður og þegar þú dæmdir vörubílstjórann sem lenti í slysinu við vesturlandsveg í fyrradag.. bull.
Unnar og soðnar kjötvörur má flytja til landsins.. og bonus flytur inn helling af þessum mat ásamt fleiri aðilum.. smygl í þeim geira hefur oft verið stórkostlegt en hér er hirt nokkrir pakkar af góðgæti sem fólk hefur eflaust ætlað að færa sínum nánustu sem voru svo vitlausir að koma á þetta fúleggjasker.
Óskar Þorkelsson, 9.7.2008 kl. 13:17
Steinn, þannig er með flesta sjúdóma að það þarf að vera fyrir hendi smitleið. Rosa erfitt fyrir smitsjúkdóma að komast á sjálfdáðum yfir hafið.
Óskar lestu alla fréttina, um var að ræða jafnframt hrátt kjöt. Jafnframt leynist salmonellan á mörgum stöðum. En svo sannarlega auðveldara að eynangra hana og koma í veg fyrir hana hér á landi en t.d Evrópu. Enda er Evrópu uppfull af trukkabílstjórum,
Haffi, 9.7.2008 kl. 16:50
Ég las alla fréttina og hráa kjötið var ekki það sem var málið.. heldur pulsupakkarnir pólsku.
smitleiðir yfir hafið segur þú.. og veist ekki mikið. Farfuglarnir eru smitaðir af salmonellu.. máfarnir eru smitaðir af salmonellu.. þeir eru ekki stoppaðir á leifstöð.
Óskar Þorkelsson, 9.7.2008 kl. 17:11
Fyrir nokkrum árum voru fluttar inn í landið saltaðar nautshúðir í stórum stíl fyrir Togaraflotann (Notað til að hlífa trollpokum, notaðar eru tógmottur í dag).
Þær voru nú ansi drullugar, ekki var hugsað út í smit af þeim vörum.
En ef menn voru að koma með soðnar eða niðursoðnar vörur úr siglingum, þá var það tekið af þeim af tollvörðum.
Sölvi Arnar Arnórsson, 9.7.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.