9.7.2008 | 08:09
Uppgrip hjá lögmönnum, ekkert pro bono kjaftæði.
Katrín hefur miklar áhyggjur á því að útlendingar fá ekki ókeypis lögfræðiaðstoð. Það er auðvita enginn að biðja hana um að rukka fyrir þjónustu sína. Hún gæti boðið uppá pro bono publico, en auðvita vill hún það ekki, þar sem hún þarf tekjur til að lifa á. Hún vill komast á ríkisspenann. Að skattgreiðendur borga henni laun. Þar kemst hún í feitt, ásamt öðrum lögmönnum. Nú þegar bíða 40 manns eftir að komast til landsins og svo auðvita Ramses fjölskyldan.
Katrín kvartar yfir því að hafa ekki fengið gögnin frá Útlendingastofnun en hafi stofnunin náð að tilkynna Paul um ákvörðun sína, þá dugar það.
Hafi Útlendingastofnun farið eftir lögum í þessu máli og fólk eitthvað ósátt við það, þá verður að breyta lögunum. Það þýðir ekkert að vinna eftir huglægu mati. Þar sem einn "flóttamaður" fær einhverja "séra jón-meðferð" en annar fær bara "jón-meðferð." Það ætti Katrín, lögmaður svo sannarlega vita. Hún er kannski að leitast eftir því að dómarar dæmi eftir því hvernig skapi þeir eru á dómsdegi.
![]() |
Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þessu hjá þér. Einnig kannski rétt að benda á að stjórnvaldi ber að veita leiðbeiningar skv. leiðbeiningarskyldunni sem fram kemur í stjórnsýslulögunum (7.gr. nánar tiltekið) og því sé ekki að þörf sé á ókeypis lögfræðiaðstoð umfram það.
Karl Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.