8.7.2008 | 08:28
Eyjan mannlausa
Skondið, Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO og hefur það þýtt aukinn áhugi ferðamanna til staðarins, Jafnframt hefur aðgengi og aðbúnaður fyrir ferðamenn verið bættur þar undanfarin ár.
Surtsey hefur verið svo heilög að það mætti jafnvel telja þann fjölda sem farið hefur til eyjarinnar á fingrum annarar handar. Við að fara á heimsminjaskrá, þá mætti búast við því að ferðamenn vilji komast nær eyjunni og helst af öllu á eyjuna.
Hvað ætlar Umhverfisráðuneytið að gera í því?
![]() |
Surtsey á heimsminjaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vona að Umhverfisráðuneytið geri það eina rétta í þessum efnum - þ.e. haldi áfram að takmarka aðgang að eynni. Eyjan er enda skráð á heimsminjaskránna m.a. vegna þess hve vel hennar er gætt.
Stundum þarf maður einfaldlega að sætta sig við að njóta merkilegra hluta aðeins úr fjarlægð.
kv.
líffræðingur sem aldrei hefur komið í Surtsey
Sindri Traustason (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:32
Verndun með sjálfbærri nýtingu hefur víða reynst vel. Að ströngum skilyrðum uppfylltum væri hægt að bjóða ferðir til Surtseyjar í takmörkuðum mæli gegn háu gjaldi, sem myndi nýtast til enn betra rannsóknarstarfs þar.
Jón Þór Bjarnason, 8.7.2008 kl. 09:37
Ekki það að ég hefi sérstakan áhuga á þvi að fara í Surtsey. Það væri nærtækast að bjóða uppá siglingu að eyjunni, þó ekki með landgöngu í huga. Landtaka með ferðamenn krefst framkvæmda við bryggju og göngustíga etc.
Haffi, 8.7.2008 kl. 14:03
Mikið rétt Haffi, alveg sammála þér þarna. Punkturinn sem ég vildi koma að er sá að með verndun/friðun/varðveislu með nýtingu koma tekjur í kassann, sem tryggja fjármagn til frekari varðveislu, rannsókna og útgáfu fræðsluefnis. Dæmi um mun á varðveislu án og með nýtingu eru torfhús á Íslandi. Eitt slíkt er í Glaumbæ í Skagafirði, þar sem ferðamenn hafa í yfir 50 ár getað skoðað sýninginuna "Mannlíf í torbæjum", og kynnst þar lifnaðarháttum forfeðra okkar. Vegna sýningarinnar (nýtingar húsanna sem umgjörð um sýninguna; hagsmuna og tekna Byggðasafns Skagfirðinga af ferðamönnum), er þessum bæ betur við haldið en mörgum álíka merkilegum torfhúsum sem ekki eru nýtt.
Jón Þór Bjarnason, 8.7.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.