Taka #2 -Leiðin til baka

Þegar fólk dvelur hérna ólöglega og hefur verið tjáð að henni verði einnig vísað úr landi, þá ætti fólk að fara áður en það gerist og reyna svo bara aftur að komast til landsins en gera það þá löglega og dvelja hér þá löglega.  Eftir svo 7 ára búsetu þá getur fólk sótt um Ísl. ríkisborgararétt.  Þetta hljómar auðvelt en er tímafrekt. Sumir nenna greinilega ekki eyða þessum tíma í þetta og reyna aðrar aðferðir og telja sig svo vera fórnarlömb þegar það gengur ekki eins og í sögu.

Það þýðir því miður ekki að vera með eitthvað huglægt mat á svona mál, það er bara lagabókstafurinn sem gildir.  Ef farið verður að leggja huglægt mat á allar umsóknir, þá fara hlutirnir virkilega úr böndunum. Stjórnsýslan má ekki verða huglæg, þannig að ákvarðanir (misvitra) embættismanna séu geðþóttarákvarðanir.  Persónulega hef ég ekki áhuga á að búa í þannig samfélagi.

Get ekki verið meira ósammála Steingrími J. alþingismanni VG, sem taldi barnið verða að Íslendingi við það eitt að fæðast hérna. Svona eiga kjörnir fulltrúar á Alþingi ekki að láta útúr sér.  Annars væri fróðlegt að vita hver hafi borgað þessa fæðingu.  Lendir það á skattgreiðendum eða borgaði hún það sjálf?

 


mbl.is Viljum fá að vera áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það merkilega er að við þurfum ekki einu sinni mannúðarsjónarmið í þessu máli. Lagabókstafurinn dugar og það er greinilegt að Útlendingastofnun hefur gróflega brotið lög á þessari fjölskyldu. Ég bendi á viðtalið við Katrínu Theódórsdóttur í Kastljósinu í gær.

Það er rosalega auðvelt að segja af hverju fer hún ekki bara sjálfviljug. Það er kannski lítið mál fyrir ykkur að hoppa upp í flugvél til Svíþjóðar og skrá ykkur þar inn á hótel en hefur virkilega ekkert hvarflað að ykkur að það geti verið flóknara fyrir konu (að öllum líkindum verðandi ekkju) með ungbarn, konu sem á andskotans enga peninga og situr uppi með háan reikning vegna kostnaðar við fæðingu á Íslandi? Á hún yfirhöfuð í einhver hús að venda í Svíþjóð? Eða finnst ykkur kannski góð hugmynd að hún fari til Ítalíu og komi sér fyrir í flóttamannabúðum þar?

Atieno kom ekki hingað í sumarfrí. Fjölskyldan var á flótta. Ég hef engar áhyggjur af því að óléttar konur frá Afríku flykkist hingað í sumarfrí og ef Útlendingastofnun hefði tekið umsóknina fyrir strax, þá hefði líklega aldrei komið upp neinn vafi varðandi réttarstöðu barnsins. Atieno ætti ekki að þurfa að standa í frekari millilandahrakningum út af einhverri handvömm hjá Útlendingastofnun.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Haffi

Eva, þú kannt að mála allt svart.  Katrín er lögfræðingur fjölskyldunnar og lögfræðingar segja það sem þú borgar þeim að segja. Þannig ekkert er hægt að taka orð hennar sem heilagan sannleik. Hún kom hingað sem ferðamaður og ætli hún hafi ekki keypt farseðil til baka, ferðamaður má vera hérna í 90 daga, eftir það verður viðkomandi að gera aðrar ráðstafanir. Hún er með landvist og gat því átt sitt barn frítt í Svíþjóð. Það er svo frekar sterkt að orði komið hjá þér að halda því fram að hún sé verðandi ekkja. Geri ekki ráð fyrir því að hún hafi búið á götunni í Svíþjóð.

Hún sótti fyrst um landvist árið 2007 (samkvæmt yfirlýsingu frá Útlendingastofnun) en Paul kom ekki fyrr en í janúar 2008. Þannig tímalínan er ekki alveg rétt hjá þér.

Varðandi mannúðina, þá bíða í dag 40 aðrir eftir að umsókn þeirra um hæli verði afgreidd, sumir hafa beðið í 4 ár. Hvað viltu gera fyrir þá?

Haffi, 8.7.2008 kl. 22:18

3 identicon

Ég vil að Útlendingastofnun fari að koma sér að verki við að afgreiða þessar umsóknir.

Reyndar vil ég líka að vinnubrögð þessarar stofnunar verði rannsökuð almennilega. Þetta er t.d. ekkert eina dæmið sem ég þekki um að bréf séu skrifuð en ekki birt viðtakanda fyrr en mörgum mánuðum síðar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband