8.7.2008 | 08:09
Hvernig er þetta á Íslandi?
Kaupmenn hér á landi hafa verið að krefjast þess að fá að flytja inn kjöt, af hinum ýmsu dýrategundum og halda jafnframt því fram að það er alveg öruggt. Benda jafnframt á að þetta væri nú kjöt meðal annars frá EB, þar sem eftirlitið væri svo gasalega gott og öruggt.
Hérna sést árangurinn af eftirlitinu. Eru yfirvöld á Íslandi tilbúin að taka þessa áhættu að gera þjóðina að einhverjum tilraunadýrum?
Persónulega þá vel ég Íslenskt kjöt. Það er reyndar oftar en ekki helv. erfitt og fúlt hvað kjöt er í raun illa merkt í búðum. Það kemur oftar en ekki fram frá hvaða landi kjötið er. Það er eitthvað sem ég geri kröfu á sem neytandi.
![]() |
Salmonellusýkt kjöt streymir inn til Danmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðð megum ekki taka allar "fréttir" gagnrýnislaust. Gæti ekki komið til greina að við spyrðum: "Hver plantaði þessari frétt?" Það eru nú ansi margar "fréttir" þannig til komnar. Danskir bændur eða kjötvinnslustöðvar gætu t.d. haft hag af því að búa til eitthvert "antiklimax" gagnvart innfluttu kjöti. Að maður tali nú ekki um samtök eins og "Heimssýn" hér á Íslandi. Út af fyrir sig er maður ekki að mæla bót lélegu matvælaeftirliti, síður en svo. En maður verður að vera gagnrýninn. Það hefði verið í lagi fyrir fréttamiðilinn að koma með "link" á opinbera eftirlitsstofnun í Danmörku til að þetta fengi trúverðugleika.
bóbó (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 08:37
Hér er svar til athugasemdarinnar að ofan.
Hérna er linkurinn frá danska matvælaeftirlitinu http://www.ssi.dk/sw174.asp
En málið er að danskir fréttamenn eru oftast rosalega gagnrýnir á hlutina og frekar ólíklegt að einhver hagsmunasamtök geti ráðið fréttaflutningum hérna í DK, án þess að vera fljótir að fá harða gagnrýni á sig og það þá mjög fljót. En mín upplifun af því að fylgjast mikið með íslenskum og dönskum fréttaflutningi þá eru ýmsar fréttir hérna gagnvart t.d. fyrirtækjum sem myndu aldrei koma svo langt að komast í birtingu.
Það er einmitt eitt af því góða við íslenska kjötið er að maður veit hvaða gæði maður er að kaupa.
Berglind, 8.7.2008 kl. 09:36
Ég tek undir áhyggjur þínar. Merkingar á upprunalandi vöru, sérstaklega grænmeti og ávöxtum er verulega ábótavant. Það verður að tryggja að neytendur geti keypt ósýkta vöru og að þeir fái að vita hvaðan hún er.
Sigurður Sigurðarson, 8.7.2008 kl. 10:33
Ég tek heilshugar undir með þér að merkingar um uppruna vörunnar vantar sárlega í verslunum.
Steinn Hafliðason, 8.7.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.