8.7.2008 | 00:05
Alþingismenn setja lögin
Merkilegt þegar alþingismenn standa með gjallarhorn og sperra sig í fjölmiðlum yfir því hvernig útlendingastofnun framfylgir lögum. Lögum sem eru búin til á Alþingi og samþykkt af alþingismönnum. Kannski voru þessi lög samþykkt um miðja nótt á seinasta degi fyrir jólafrí, eftir 72 tima maraþonfund og allir þingmennirnir ekki með heila hugsun af svefnleysi.
Nær væri fyrir þingmenn að fara á sína skrifstofu, kalla til sína aðstoðarmenn og fara að semja ný lög. En með lögum skal byggja en ólögum eyða. Meðan útlendingastofnun fór eftir lögum og blessuð fjölkyldan er hérna ólöglega, þá er ekki hægt að réttlæta það að hún sé hérna áfram. Það er ekki hægt þar sem tugir annarra aðila eru í alveg sömu sporum og þau og hafa sömu sorglegu söguna að segja.
Annars treysti ég Itölum alveg að fara faglega í hans mál. Ítalía er hámenningarríki og voru Ítalir farnir að kunna drekka rauðvin hóflega áður en Íslendingar kunnu að nota hníf og gafla.
![]() |
Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.