Hvað með þá sem lesa ekki mbl.is

Á veturnar eru tafir vegna snjós en á sumrin eru tafir vegna lagfæringar á malbikinu eftir veturinn.  En heldur vegagerðin virkilega að það dugi að setja inn eina fréttatilkynningu samdægurs í blöðin? Þetta dugar ekkert fyrir þá sem eru lagðir af stað.

Þarna er svo sannarlega not fyrir Radio Data System (RDS) sem er í öllum nútíma-bílum.  Með RDS þá fær ökumaðurinn tilkynningarnar beint gegnum útvarpið og hægt er að senda stöðugar fréttir um allar breytingar.  Þessi búnaður er sérstaklega mikilvægur ef slys bera að höndum og loka þarf veginum.  Þá fá ökumenn að vita af því löngu áður en þeir koma að staðnum, geta þá valið aðra leið eða frestað för.

Þetta kerfi nýtist líka við hamfarir og neyð.  Þegar t.d þarf að rýma svæði.  Hægt að senda leiðbeinandi tilkynningar til fólks þegar það er lagt af stað.

RDS er kerfi sem margir kannast við sem hafa tekið bílaleigubíla í Evrópu, það sendir reglulega út tilkynningar um umferðateppur og hvel lengi má búast við töfum. Jafnframt er RDS í Bandaríkjunum.

Ætli það sé vilji hjá ráðuneytum á að setja upp svona kerfi? Eða gengur það ekki þar sem þetta kerfi skarast í nokkur ráðuneyti?


mbl.is Tafir á umferð vegna malbikunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband