Jóhanna ætti að fá fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu geitastofnsins

Það er alltaf ánægjulegt þegar einstaklingur tekur sig til og bjargar heilum dýrastofni hér á landi. Gerir það í raun án þess að hið opinbera leggi til hjálparhönd.  En þarna ætti ríkið að leggja til peninga, því ríkið hefur þarna skyldum að gegna. Hafi Jóhanna fengið einhvern pening frá ríkinu til styrktar geitum, þá hafa þeir fjármunir verið í skötulíki.

Hef hér á þessu blöggi gagnrýt Ólaf Ragnar, forseta að senda út fálkaorður til fólks sem hefur ekki gert neitt annað en að mæta í vinnuna og fá orðu fyrir það.  Jóhanna er manneskja sem ætti að fá orðu, því svo sannarlega er hún með hugsjón sem nær út fyrir hennar sjálf.

Það vill nefnilega svo til að hægt er að vera með iðnað tengdum geitum.  Margar afurðir eru t.d búnar til úr geitamjólk.


mbl.is Geitastofninn er að ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband