4.3.2008 | 19:22
Gildi lífeyrissjóður
Sunnudaginn 2. mars sl. kom heilsíðu auglýsing frá Gildi lífeyrissjóði, eitthvað sem sjóðir verða [neyðast] að gera. Gildi lífeyrissjóður auglýsti með stolti 2.4% raunávöxtun fyrir árið 2007 og reyndu svo að fegra auglýsinguna með því að tala um 5 ára meðalávöxtun sem 11.6%.
Enn og aftur kom í ljós að sjóðirnir voru ekki að ávaxta fé sjóðsfélaga með nægilegum góðum hætti. Öll ávöxtun undir 10% á ári er óásættanleg fyrir sjóðsfélaga.
Stjórn sjóðsins skrifaði svo undir auglýsinguna með stolti. Í stjórn eru meðal annars Vilhjálmur Egilsson, formaður, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, varaformaður og Ari Edwald. Ekki hef ég heyrt umtal um að stjórnarmenn ætla að lækka þóknun fyrir setu í stjórn sjóðsins. Ekki væri maður sáttur við störf stjórnarinnar með þessa ákvöxtun. Auðvita á stjórnin að axla ábyrgð á lélegri ávöxtun og lækka laun sín. -En sem betur fer er ég ekki sjóðsfélagi í sjóðnum.
Sjóðurinn var svo valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2005, 2006 og 2007 af tímaritinu Investment & Pensions Europe. Ég bara spyr..fyrir hvað? Ekki er það fyrir ávöxtun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.