Eru talibanar með ineternetið?

Alltaf sama vanþakklætið í fólki.  Vestræn lönd frelsuðu íbúa Afganistan undan oki talibana og núna eru þeir að brenna krossmerkið sem er í danska fánanum og um leið eru þeir að vanvirða kristna trú.

Geri ekki ráð fyrir því að þeir hafi séð dönsku blöðin, þannig þeir eru að mótmæla einhverju sem þeir hafa í raun ekki séð, svona eins og heimskir sauðir gera þegar þeir elta forustu-sauðinn í blindni. En þetta er auðvita alhæfing hjá mér, gæti verið flokkað undir rasisma.  Það gæti verið að þeir séu svo vel netvæddir þarna að þeir hafa getað lesið og séð þetta á heimasíðu blaðanna. -Efast þó um það.  Þegar talibanar voru þarna við stjórn, færðu þeir landið aftur um 200 ár og bönnuðu marga hluti þar á meðal netið. Bönnuðu það fyrir almenning en voru svo á því sjálfir.

Það er nefnilega svo þægilegt að skammast yfir vestrænum samfélögum en vilja þó um leið njóta alls þess sem það hefur uppá að bjóða.

Úps, ég verð nú að reyna finna eitthvað jákvætt úr þessu,..júbb, talibanar bönnuðu ræktun á valmúa, sem notaður er í gerð eyturlyfja en sú ræktun er komin á flug eftir að þeir hrökkluðust frá völdum.

Vestræn ríki ættu því að semja við talibana, hirðið landið og skrílinn sem þar býr, færið landið aftur um þessi 200 ár (aumingja fólkið, sérstaklega konurnar) og haldið ykkur heima hjá ykkur.


mbl.is Kveikt í danska og hollenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar40

Úff, viltu semsagt ekki talibanska ferðamenn :)

Ég held að þetta sé voða flókið allt saman, en sástu myndina með Tom Hanks þegar Bandaríkjamenn voru að senda þeim vopn? Hún endaði skemmtilega, þ.e. að þeir voru búnir að styrkja þá um hundruðir miljóna dollara með eldflaugum og vopnum en tímdu svo ekki 2 miljónum dollara til að byggja upp skólakerfi. Þetta var gott tækifæri til þess að koma þessari þjóð upp úr hellunum þar sem meðalaldur karlmanna var um 14 ár að mig minnir. Í staðinn þá náðu öfgahópar völdum og sjáið nú. Þetta snýst allt um menntun, skilning og þolinmæði.

Steinar40, 2.3.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Um 70 milljónir Araba eru ólæsir. Það er auðvelt að telja fólki sem ekki kann að lesa trú um allt mögulegt. Alla vega auðveldara heldur en ef það kann að lesa. Kannski hefðu menn átt að tíma þessum 2 millum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.3.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband