Nafnávöxtun 5.9% á árinu 2007

logoÞegar ég var að flétta Fréttablaðinu á kaffihúsi í dag, tók ég eftir auglýsingu frá Sameinaða lífeyrissjóðnum, þar sem þeir auglýstu með stolti 5.9% nafnávöxtun á síðasta ári. -Ásamt því að eignir hafi aukist um 8.200 milljón króna

Allir sem pæla í fjármálum vita að nafnvextir segja ekki alla söguna, það sem skiptir máli eru raunvextir, þeas vextir miðað við verðbólgu.

Þegar svo smáa-letrið var skoðað, þá kom fram að raunávöxtun á síðata ári var 0.0% Aumingja sjóðsfélagarnir hefðu grætt meir á þvi að geyma peninginn á tékkareikningi í banka.

Svo þegar smáa-letrið er lesið lengra kom í ljós að rekstrarkostnaður hafi aukist um 19.8% og kostnaður sem hlutfall af eignum aukist um 9.6%. -Ekki góðar fréttir það.

Ég hrósa happi yfir því að vera ekki greiðandi í þennan sjóð, því stjórn sjóðsins stóð sig greinilega ekki í sínu starfi.  Ef ég væri sjóðsfélagi þá væri það mín krafa að stjórnin amk lækkaði hjá sér launin eða sem betra væri...færi frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Ávöxtun sjóðanna tekur að tölverðu leyti mið af vexti og viðgangi á fjármálamörkuðum. Fallið á íslenska hlutabréfamarkaðinum beit og eyddi út ávöxtun af öðrum eignum. En ef horft er yfir lengra tímabil dugar ávöxtunin líklega til að sjóðurinn geti staðið við sínar framtíðarskuldbindingar.

Það sem er yfirleitt vandamál við þessa sjóði er að hversu eigendurnir eru fjarlægir og geta haft lítil áhrif á fjárfestingarstefnuna. Í stjórnirnar veljast einhverjar skrautfjaðrir frá verkalýðsfélögunum og atvinnurekendum sem manni finnst stundum vera í einhverri valdabaráttu um að komast í stjórnir hjá fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í. Kannski eru þessir aðilar að nýta sér getu sjóðanna sjálfum sér og þeirra umbjóðenda í eitthvað "power play" í íslenskum fyrirtækjum. Það þarf að reyna að breyta þessu. Ég er ekki svo endilega viss um að hagsmunum eigendanna sé best borgið með þessa menn innanborðs.

Hagbarður, 1.3.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband